Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda. Hún hefst með hátíðarguðþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:30 á miðbæjartorgi. Skátafélagið Mosverjar og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði en þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi.
Hoppukastalar, andlitsmálun, skátaleikir og þrautir. Kaffisala verður í Hlégarði, pylsusala á plani og sölutjöld.
Keppt verður um titilinn Sterkasti maður Íslands á Hlégarðstúninu kl. 16:00.
Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eftir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bílastæði, svo sem við Kjarna eða Varmá.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos