Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. desember 2023

Sam­komulag hef­ur ver­ið gert milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un á þjón­ustu við fatlað fólk sem bygg­ir á til­lög­um starfs­hóps sem fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra skip­aði í júlí 2022 um kostn­að­ar­skipt­ingu á þeirri þjón­ustu milli rík­is og sveit­ar­fé­laga. Að­il­ar voru sam­mála um að hækk­un út­svar­stekna væri hluti af fram­lög­um jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga vegna mál­efna fatl­aðs fólks. Sam­hliða þess­um breyt­ing­um mun rík­ið lækka tekju­skatts­pró­sent­ur svo breyt­ing­in fel­ur ekki í sér aukn­ar álög­ur á íbúa.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti því í dag 21. des­em­ber 2023 á 841. fundi sín­um með 11 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars fyr­ir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97% á tekj­ur ein­stak­linga, sbr. ný sam­þykkta breyt­ingu á 1. mgr. 23. gr. laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga.

Með þessu sam­komu­lagi aukast tekj­ur sveit­ar­fé­laga á landsvísu um sex millj­arða árið 2024 til við­bót­ar við 5,7 millj­arða króna sem flutt­ust frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 2022. Heild­ar­hækk­un­in nem­ur því tæp­lega 12 millj­örð­um króna.

Að sögn Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra er þetta mjög já­kvæð­ur áfangi í bar­áttu sveit­ar­fé­laga fyr­ir auknu fram­lagi í mála­flokk­inn og ger­ir Mos­fells­bæ kleift að halda áfram að bæta þjón­ustu við fatl­aða íbúa og tryggja upp­bygg­ingu nýrra bú­setukjarna.

Að­il­ar sam­komu­lags­ins eru sam­mála um að gera þurfi breyt­ing­ar á fram­kvæmd þjón­ustu við fatlað fólk til þess að tryggja sam­bæri­lega þjón­ustu milli sveit­ar­fé­laga og betri nýt­ingu fjár­magns. Einn­ig var sam­þykkt að stofn­að­ur verði sér­stak­ur fram­tíð­ar­hóp­ur full­trúa rík­is og sveit­ar­fé­laga sem vinna muni að þró­un og ný­sköp­un í þjón­ustu við fatlað fólk til þess að auka gæði og hag­kvæmni.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00