Gretu Salóme Stefánsdóttir, tónlistarkona, er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016.
Mosfellsbær hefur útnefnt Gretu Salóme Stefánsdóttur tónlistarkonu bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2016. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Hlégarði sunnudaginn 28. ágúst.
Greta Salóme hefur frá barnsaldri verið virkur þátttakandi í tónlistarlífi Mosfellsbæjar. Hún sýndi snemma einstaka tónlistarhæfileika og er ein af þekktustu tónlistarkonum Íslands í dag.
Greta Salóme er með BA og MA gráður í tónlist. Hún kemur fram sem fiðluleikari, söngkona og lagahöfundur. Greta nýtir klassískan bakgrunn sinn til að flytja ýmis konar tónlist bæði sem einleikari og einnig sem hluti af hljómsveitum eða sönghópum.
Greta Salóme hefur verið meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún er einnig konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Greta hefur í tvígang verið fulltrúi Íslands í Eurovision keppninni og fór nú á þessu ári með sitt eigið lag. Hún hefur unnið hjá Disney samsteypunni og komið fram á tónleikum út um allan heim.
Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag og Greta Salóme hefur sýnilega lagt áherslu á heilbrigðan lífstíl og hefur ávallt verið stoltur fulltrúi Mosfellsbæjar þar sem hún hefur komið. Sú framkoma er hvetjandi fyrir íbúa sveitarfélagsins, unga sem aldna, og í takti við þær áherslur sem lagðar hafa verið í stefnu þess.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar telur Gretu Salóme vera vel af þessari viðurkenningu komna. Nefndin hlakkar til samstarfs á komandi ári og óskar Gretu innilega til hamingju með góðan árangur í sínum störfum og óskar henni jafnframt velfarnaðar í framtíðinni.
Tengt efni
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024
Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ fimmtudaginn 29. ágúst var leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að sækja um og tilnefna til og með 11. ágúst
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Tilnefningar og umsóknir