Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2022-2024 (EES útboð).
Verkið felur í sér grasslátt og heyhirðu á völdum svæðum í Mosfellsbæ, samtals u.þ.b. 31 ha. Gerður verður samningur um verkið til þriggja ára með möguleika til framlengingar. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn fást send frá og með mánudeginum 24 janúar 2022. Sendið beiðni á utbod@efla.is og gefið upp nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang.
Tilboðum skal skilað á sama stað til EFLU verkfræðistofu, Lyngháls 4, Reykjavík fyrir kl. 11:00 mánudaginn 14. mars 2022 og verða þau opnuð þar.