Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. október 2010

Tón­leik­arn­ir verða í Lága­fells­skóla 20. októ­ber kl. 20:00.

Kirkju­kór­ar Lága­fells­kirkju og Frí­kirkn­anna í Hafnar­firði og Reykja­vík ásamt hljóm­sveit halda styrkt­ar­tón­leika fyr­ir Ás­garð.

Að­gangs­eyr­ir er kr. 1.500. At­hug­ið að það er ekki posi á staðn­um.

Ás­garð­ur er vernd­að­ur vinnu­stað­ur sem hef­ur metn­að til að vinna með og þroska hinn mann­eskju­lega þátt vinn­unn­ar. Í því felst m.a. að fram­leiðsl­an er lög­uð að getu hvers og eins, og hon­um hjálp­að við að ná valdi á hug­mynd­um og verk­fær­um og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköp­un­ar­ferli frá hönn­un að end­an­legri út­komu.

Þetta veit­ir ein­stak­lingn­um sjálfs­traust, skerp­ir vilja hans og eyk­ur þol­in­mæði. Þau fag­legu markmið sem Ás­garð­ur hef­ur sett sér eiga ræt­ur í upp­eldis­kenn­ing­um Rud­olfs Steiner. Þær felast með­al ann­ars í því að ekki er lit­ið á fötlun sem vanda­mál held­ur sem mögu­leika og að í hverri mann­eskju sé heil­brigð­ur kjarni sem unn­ið er með. Þann­ig er reynt að að­stoða fatl­að­an ein­stak­ling við að vinna með fötlun sína, til að hæfi­leik­ar hans njóti sín sem best.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00