Kirkjukórar Lágafellskirkju og Fríkirknanna í Hafnarfirði og Reykjavík ásamt hljómsveit halda styrktartónleika fyrir Ásgarð.
Aðgangseyrir er kr. 1.500. Athugið að það er ekki posi á staðnum.
Ásgarður er verndaður vinnustaður sem hefur metnað til að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Í því felst m.a. að framleiðslan er löguð að getu hvers og eins, og honum hjálpað við að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköpunarferli frá hönnun að endanlegri útkomu.
Þetta veitir einstaklingnum sjálfstraust, skerpir vilja hans og eykur þolinmæði. Þau faglegu markmið sem Ásgarður hefur sett sér eiga rætur í uppeldiskenningum Rudolfs Steiner. Þær felast meðal annars í því að ekki er litið á fötlun sem vandamál heldur sem möguleika og að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem unnið er með. Þannig er reynt að aðstoða fatlaðan einstakling við að vinna með fötlun sína, til að hæfileikar hans njóti sín sem best.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos