Kirkjukórar Lágafellskirkju og Fríkirknanna í Hafnarfirði og Reykjavík ásamt hljómsveit halda styrktartónleika fyrir Ásgarð.
Aðgangseyrir er kr. 1.500. Athugið að það er ekki posi á staðnum.
Ásgarður er verndaður vinnustaður sem hefur metnað til að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Í því felst m.a. að framleiðslan er löguð að getu hvers og eins, og honum hjálpað við að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköpunarferli frá hönnun að endanlegri útkomu.
Þetta veitir einstaklingnum sjálfstraust, skerpir vilja hans og eykur þolinmæði. Þau faglegu markmið sem Ásgarður hefur sett sér eiga rætur í uppeldiskenningum Rudolfs Steiner. Þær felast meðal annars í því að ekki er litið á fötlun sem vandamál heldur sem möguleika og að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem unnið er með. Þannig er reynt að aðstoða fatlaðan einstakling við að vinna með fötlun sína, til að hæfileikar hans njóti sín sem best.