Fræðslusvið Mosfellsbæjar fékk góða heimsókn nú á dögunum, frá eldri kennurum, sem látið hafa af störfum en flestir þessara kennara hafa starfað lengst af í Varmárskóla og Lágafellsskóla.
Þessi öflugi hópur sem hefur látið sig varða velferð og líðan barna í skólum, hefur haldið saman um árabil, hist reglulega og fylgst með hvað er að gerast í skólamálum á landinu og lagt sitt af mörkum í umræðunni um skólastarf á Íslandi í von um betri menntun og betri skóla fyrir nemendur.
Framkvæmdastjóri sviðsins tók á móti hópnum og kynnti hvað framundan er í skólamálum í bæjarfélaginu ásamt áformum Mosfellsbæjar um skólabyggingar og fyrirkomulag þeirra í nánustu framtíð.
Fræðslusvið þakkar fyrir ánægjulega heimsókn og þakkar því öfluga fólki sem í starfinu er en hann hefur sýnt að með því að taka höndum saman getur góður hópur áorkað miklu.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði