Gluggaskipti sem í síðustu viku var talið að þyrftu að eiga sér stað í vetrarfríinu í október er nú lokið í suðvesturálmu yngri deildra Varmárskóla.
Vinna við gluggaskipti í bókasafni yngri deildar hefst í dag, mánudaginn 26. ágúst, og gluggar í starfmannaálmu verða endurnýjaðir næstu helgar. Áður stefndi í að þessi verkþáttur yrði framkvæmdur í október vegna tafa á afhendingu glugga frá framleiðanda en þeir voru afhentir í lok síðustu viku.
Verktakar Mosfellsbæjar og starfsmenn umhverfissviðs gátu því hafið vinnu við þennan verkþátt síðastliðinn föstudag.
Tengt efni
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.
Foreldraþing í Hlégarði 15. október 2022
Laugardaginn 15. október var haldið málþing foreldra og starfsmanna í Varmárskóla.
Afmælishátíð Varmárskóla
Haldið var upp á 60 ára starfsafmæli Varmárskóla fimmtudaginn 29. september.