Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. ágúst 2017

Af­mæl­is­dagskrá sem hófst á op­in­berri heim­sókn For­seta Ís­lands þann 9. ág­úst lýk­ur nú með okk­ar vin­sælu bæj­ar­há­tíð.

Íbú­ar koma sam­an eft­ir gott sum­ar­frí, sýna sig og sjá aðra. Dagskrá helgar­inn­ar er glæsi­leg að vanda og þar ættu flest­ir að geta fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi.

Að venju eru það íbú­ar bæj­ar­ins sem bjóða heim og bera veg og vanda af há­tíð­inni. Sí­fellt bæt­ast nýir garð­ar við þar sem boð­ið er upp á skemmt­an­ir. Að bjóða í garð­inn sinn er sér­staða Túns­ins en auk þess verð­ur boð­ið upp á þekkta dag­skrárliði eins og Ullarpartí og mark­aðs­stemn­ingu í Ála­fosskvos, flug­véla- og forn­bíla­sýn­ingu á Tungu­bökk­um, kjúk­linga­festi­val, stór­tón­leika á laug­ar­dags­kvöld, götugrill og Palla­ball.

Frítt verð­ur í leið 15 all­an laug­ar­dag­inn þann­ig að það er til­val­ið að skilja bíl­inn eft­ir heima.

Heilsu­efl­andi há­tíð

Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag og íþrótta­tengd­ir við­burð­ir eru nokkr­ir. Fyrst ber að nefna Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar sem er sam­starfs­verk­efni bæj­ar­ins og Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils. Blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar hef­ur einn­ig sleg­ist í hóp­inn og mun starfa við mót­ið í ár.

Ný­ver­ið var gerð­ur samn­ing­ur við Jeep sem verð­ur að­alstyrktarað­ili hlaups­ins. Enn er stefnt að því að fjölga þátt­tak­end­um og gam­an að segja frá því að Guðni Th. Jó­hann­esson mun taka þátt í ár. Lagt er upp úr því að hafa um­gjörð­ina veg­lega og mark­mið­ið er að hlaup­ið verði eitt af vin­sæl­ustu nátt­úr­hlaup­um árs­ins. Fellin í kring­um Mos­fells­bæ, ná­lægð­in við nátt­úru og þétt­býli gera hlaup­ið ein­stakt og að­lað­andi fyr­ir metn­að­ar­fulla hlaup­ara bæði byrj­end­ur og lengra komna.

Nýj­ung í íþrótta­tengd­um við­burð­um er fjalla­hjóla­keppn­in Fella­hring­ur­inn sem fer fram á fimmtu­dags­kvöld. Skipu­lagn­ing þess er í hönd­um heima­manna og bygg­ir að sjálf­sögðu einn­ig á nátt­úru Mos­fells­bæj­ar og ein­stakri að­stöðu til úti­vist­ar.

Marg­ir sem leggja sitt af mörk­um

Síð­ustu vik­ur hef­ur bæj­ar­bú­um stað­ið til boða að njóta þess besta sem bær­inn hef­ur upp á að bjóða. Frá­bær þátttaka hef­ur ver­ið í af­mæl­is­dag­skránni og ljóst að Mos­fell­ing­ar kunna vel við að skemmta sér sam­an.

Mos­fells­bær vill koma á fram­færi sér­stök­um þökk­um til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera for­seta­heim­sókn­ina þann 9. ág­úst eft­ir­minni­lega.

Ein­stak­ling­ar, fé­laga­sam­tök og for­svars­menn fyr­ir­tækja sem hafa lagt hönd á plóg við að gera bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima að þeirri stóru há­tíð­ar­helgi sem hún er orð­in ár hvert eiga líka skil­ið mikl­ar þakk­ir. Ver­um stolt af bæn­um okk­ar og njót­um sam­ver­unn­ar um helg­ina.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00