Tafir urðu á uppsetningu gáma á eftirtöldum stöðum ætlað fyrir gróðurúrgang fyrir íbúa sem taka þátt í hreinsunarátakinu með okkur.
Gámarnir verða settir upp í dag og á næstu dögum. Biðjumst við velvirðingar á þessum töfum.
Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir dagana 15. apríl – 2. maí í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum:
- Holta- og Tangahverfi – Neðan Þverholts (milli Akurholts og Arnartanga).
- Höfða og Hlíðahverfi – Vörubílastæði við Bogatanga.
- Teiga- og Reykjahverfi – Skarhólabraut ofan Reykjavegar.
- Hlíðartúnshverfi – Við Aðaltún.
- Helgafellshverfi – Efst í Brekkulandi og við Snæfríðargötu.
- Leirvogstunga – Á afleggjara að Kiwanishúsi.
- Mosfellsdalur – Á bílastæði við Þingvallaveg.
Tengt efni
Hreinsunarátak framlengt
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 8. - 14. maí 2024
Dagana 8. – 14. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ.
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 15. - 30. apríl 2023
Dagana 15. – 30. apríl verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti.