Mosfellsbær tekur þátt í verkefninu G-vítamín sem er á vegum Geðhjálpar eins og fjöldi annarra sveitarfélaga miðvikudaginn 17. febrúar 2021 með því að bjóða frítt í sund allan daginn.
Verkefnið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og þennan dag er áherslan á að hreyfa sig daglega. Það er hægt að gera á ýmsan hátt og til dæmis með því að skella sér í sund og synda 100 metra eða láta bara þreytuna líða úr sér í pottunum og má segja að það sé G- vítamín í sinni tærustu mynd. Við búum öll við geð, rétt eins og við erum öll með hjarta.
Njótið þeirrar góðu aðstöðu sem sundlaugar bæjarins bjóða uppá.
Tengt efni
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Tilmælum aflétt
Sundlaugar opnuðu í morgun