Frítt verður í leið 15 sem ekur á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima, laugardaginn 27. ágúst 2016.
Mikið er um að vera í bænum á hátíðinni sem stendur yfir í þrjá daga. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistarsýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldinu með skrúðgöngu og brekkusöng í Álafosskvos.
Strætó hvetur gesti hátíðarinnar til þess að nýta sér ókeypis strætóferðir á hátíðina.