Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. ágúst 2016

Frítt verð­ur í alla Stræt­is­vagna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á Menn­ing­arnótt, laug­ar­dag­inn 20. ág­úst, sem er heppi­legt vegna þess að akst­ur verð­ur ekki leyfð­ur í mið­borg­inni þenn­an dag.

Strætó ekur sam­kvæmt laug­ar­dags­áætlun á Menn­ing­arnótt. Ekið er sam­kvæmt hefð­bund­inni áætlun frá morgni og fram til kl. 22:30. Eft­ir þann tíma er leiða­kerfi Strætó rof­ið og við tek­ur sér­stakt leiða­kerfi sem mið­ar að því að koma gest­um Menn­ing­ar­næt­ur heim til sín eins fljótt og kost­ur er. Frá því kl. 7:30 og fram til kl. 1.00 ekur sér­stök leið frá Kirkju­sandi í gegn­um Borg­ar­tún að Skóla­vörðu­holti og til baka aft­ur. Fólk er hvatt til þess að nýta sér þessa þjón­ustu og leggja bíln­um fjær há­tíð­ar­svæð­inu og taka Strætó milli staða

At­hug­ið, farin verð­ur ein ferð upp á Kjal­ar­nes kl. 00:30 frá Há­holti í MOS, far­þeg­ar hvatt­ir til að taka leið M að Há­holti og skipta þar. 

All­ar upp­lýs­ing­ar má nálg­ast á vef og í þjón­ustu­veri Strætó, s: 540-2700.

Á vef Menn­ing­ar­næt­ur er hægt að kynna sér glæsi­lega dagskrá dags­ins en þar fylla stór­ir og smá­ir við­burð­ir göt­ur og torg mið­borg­ar­inn­ar, húsa­sund, garða, gallerí, versl­an­ir, menn­ing­ar­stofn­an­ir og heima­hús sem svo sann­ar­lega er vert að skoða.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00