Hin árlega Safnanótt verður haldin föstudaginn 7. febrúar og er hún hluti af Vetrarhátíð sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.
Strætó mun aka sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Það verður frítt í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:00 til ca. 22:40.
Safnanæturstrætóar verða merktir leiðum A, B og C.
Leið A: Kjarvalsstaðir – Skólavörðuholt – Seltjarnarnes – Grandi – Kjarvalsstaðir
Söfn og menningarmiðstöðvar á leiðinni:
- Kjarvalsstaðir
- Listasafn Einars Jónssonar, Listasafn Ásgríms Jónssonar og Ásmundarsalur
- Listasafn Íslands
- Landnámssýningin
- Þjóðminjasafnið
- Bókasafn Seltjarnarness
- Sögusafnið og Sjóminjasafnið
- Nýlistasafnið og Marshall húsið
- Borgarbókasafnið – Grófinni, Borgarskjalasafnið, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grafíksafn Íslands
- Gallerí Fold
- Þjóðskjalasafn Íslands
Leið B: Kjarvalsstaðir – Perlan – Hamraborg – Garðabær – Álftanes – Hafnarfjörður
Söfn og menningarmiðstöðvar á leiðinni:
- Kjarvalsstaðir
- Perlan
- Bókasafn Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn í Kópavogi og Molinn
- Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands
- Burstabærinn Krókur – Garðaholti
- Kvikmyndasafn Íslands
- Bókasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg
Leið C: Kjarvalsstaðir – Laugardalur – Árbæjarsafn – Mosfellsbær
Söfn og menningarmiðstöðvar á leiðinni:
- Kjarvalsstaðir
- Ásmundarsafn
- Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
- Árbæjarsafn
- Bókasafn Mosfellsbæjar, Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar, Listasalur Mosfellsbæjar