Hefðbundin starfsemi verður í öllum grunnskólum Mosfellsbæjar og ekki hafa verið boðaðar frekar verkfallsaðgerðir í grunnskólum.
Á leikskólunum Reykjakoti, Leirvogstungu og í Helgafellsskóla verður starfsemin sem hér segir:
- Lokað þriðjudaginn 30. maí til kl. 12:00 en hefðbundin starfsemi eftir kl. 12:00
- Lokað allan miðvikudaginn 31. maí
- Lokað fimmtudaginn 1. júní til kl. 12:00 en hefðbundin starfsemi eftir kl. 12:00
Starfsemi Höfðabergs, Huldubergs, Hlíðar, Hlaðhamra og Krikaskóla verður skert á þessum sömu dögum og leikskólastjórar hafa upplýst foreldra um mætingu sinna barna.
Frá og með 5. júní er boðað samfellt verkfall í leikskólum, íþróttahúsum og sundlaugum semjist ekki fyrir þann tíma.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði