Hefðbundin starfsemi verður í öllum grunnskólum Mosfellsbæjar og ekki hafa verið boðaðar frekar verkfallsaðgerðir í grunnskólum.
Á leikskólunum Reykjakoti, Leirvogstungu og í Helgafellsskóla verður starfsemin sem hér segir:
- Lokað þriðjudaginn 30. maí til kl. 12:00 en hefðbundin starfsemi eftir kl. 12:00
- Lokað allan miðvikudaginn 31. maí
- Lokað fimmtudaginn 1. júní til kl. 12:00 en hefðbundin starfsemi eftir kl. 12:00
Starfsemi Höfðabergs, Huldubergs, Hlíðar, Hlaðhamra og Krikaskóla verður skert á þessum sömu dögum og leikskólastjórar hafa upplýst foreldra um mætingu sinna barna.
Frá og með 5. júní er boðað samfellt verkfall í leikskólum, íþróttahúsum og sundlaugum semjist ekki fyrir þann tíma.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025