Framkvæmdum við grenndarstöðina í Vogatungu er lokið. Girt hefur verið í kringum gáma, yfirborðsfrágangur kláraður og svæðið gert snyrtilegt. Í haust verður trjám plantað á svæðinu til að fegra það enn frekar.
Grenndarstöðin er svokölluð stærri grenndarstöð með sex gámum fyrir málm, gler, textíl, pappa, plast og skilagjaldsskyldar umbúðir.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.