Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar. Verktakar við verkið eru Loftorka Reykjavík ehf.
Jarðvinna er hafin og í vikunni hófst losun á klöpp í vegstæðinu með sprengingum. Sú vinna mun standa yfir næstu mánuði en ætti að ljúka í júlí. Aðgerð sem þessari fylgir alla jafnan töluvert ónæði fyrir nærliggjandi íbúa og fyrirtæki bæði vegna borunar sem og sjálfra sprenginganna.
Verktaki munum kappkosta að lágmarka ónæði og óþægindi fyrir nágranna vinnusvæðisins eins og mögulegt er. Bæði með aðgerðum á verkstað sem og að haga vinnutíma á þann hátt að lágmarka rask aðila. Vinnutími er frá mánudegi til föstudags. Ekki verður sprengt á umferðarálagstímum en stöðva þarf umferð meðan sprengt er, innan við 5 mín. í hver skipti. Reikna má með að sprengt sé einu sinni á dag að jafnaði til að byrja með og verður sprengt kl 9:30. Gefin verða hljóðmerki fyrir og eftir sprengingar. Fyrir sprengingu verða gefin 3 hljóðmerki í 7-10 sekúndur og eftir sprengingu verður gefið samfellt hljóðmerki í 20 sekúndur.
Tengiliður Loftorku á verkstað er Eggert Már Stefánsson verkstjóri, sími 867-6898.
- Verktakar: Loftorka Reykjavík ehf, sími 581-3522 / 893-2277
- Eftirlitsaðili Vegagerðarinnar á verkstað: Hnit verkfræðistofa, sími 570-0500
- Fulltrúi Vegagerðarinnar: Einar M. Magnússon, sími 522-1000