Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. apríl 2022

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við Langa­tanga og Reykja­veg.

Verk­ið er sam­starfs­verk­efni Vega­gerð­ar­inn­ar og Mos­fells­bæj­ar. Verk­tak­ar við verk­ið eru Loftorka Reykja­vík ehf.

Jarð­vinna er haf­in og í vik­unni hófst los­un á klöpp í veg­stæð­inu með spreng­ing­um. Sú vinna mun standa yfir næstu mán­uði en ætti að ljúka í júlí. Að­gerð sem þess­ari fylg­ir alla jafn­an tölu­vert ónæði fyr­ir nær­liggj­andi íbúa og fyr­ir­tæki bæði vegna bor­un­ar sem og sjálfra spreng­ing­anna.

Verktaki mun­um kapp­kosta að lág­marka ónæði og óþæg­indi fyr­ir ná­granna vinnusvæð­is­ins eins og mögu­legt er. Bæði með að­gerð­um á verkstað sem og að haga vinnu­tíma á þann hátt að lág­marka rask að­ila. Vinnu­tími er frá mánu­degi til föstu­dags. Ekki verð­ur sprengt á um­ferðarálags­tím­um en stöðva þarf um­ferð með­an sprengt er, inn­an við 5 mín. í hver skipti. Reikna má með að sprengt sé einu sinni á dag að jafn­aði til að byrja með og verð­ur sprengt kl 9:30. Gef­in verða hljóð­merki fyr­ir og eft­ir spreng­ing­ar. Fyr­ir spreng­ingu verða gef­in 3 hljóð­merki í 7-10 sek­únd­ur og eft­ir spreng­ingu verð­ur gef­ið sam­fellt hljóð­merki í 20 sek­únd­ur.

Tengi­lið­ur Loftorku á verkstað er Eggert Már Stef­áns­son verk­stjóri, sími 867-6898.

  • Verk­tak­ar: Loftorka Reykja­vík ehf, sími 581-3522 / 893-2277
  • Eft­ir­lits­að­ili Vega­gerð­ar­inn­ar á verkstað: Hnit verk­fræði­stofa, sími 570-0500
  • Full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar: Ein­ar M. Magnús­son, sími 522-1000

Tengt efni