Framkvæmdir við nýjan upphitaðan sparkvöll á skólalóð Varmárskóla hefjast í vikunni og eru þær í höndum fyrirtækisins Vargur ehf.
Vinnusvæðið verður vel girt af og fyllsta öryggis verður gætt, sérstaklega þegar unnið er á skólatíma.
Völlurinn er fyrsti hluti af endurbótum á lóð skólans og felur í sér að koma upp upphituðum sparkvelli að stærð 18x33m ásamt stálrimlagirðingu umhverfis völlinn, hellulögn og ljósastaurum.
Áætlað er að verklok verði í ágúst þannig að völlurinn verði tilbúinn áður en skólahald hefst aftur í haust.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.