Á meðan á framkvæmdum við lokahús við Víðiteig stendur má gera ráð fyrir einhverri röskun á umhverfi þess og þá helst á gangstíg og reiðstíg (sjá mynd). Stígunum verður ekki lokað en á framkvæmdartíma má gera ráð fyrir hjáleiðum og umferð vinnutækja á svæðinu.
Lokahúsinu sem verður 30,5fm er ætlað að miðla og þrýstijafna vatni frá nýjum vatnstanki yfir í austari hverfi bæjarins. Með því er verið að auka öryggi afhendingar á köldu vatni til framtíðar.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdir kunna að valda. Áætluð verklok eru í lok ágúst 2025.