Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Markmið með fundinum er að foreldrasamfélagið stilli saman strengi fyrir veturinn. Skipulagt foreldrarölt hefst á miðvikudaginn og framundan er bæjarhátíðin Í túninu heima. Lögð er áhersla á þátttöku foreldra til að fyrirbyggja hópamyndun. Hlutverk foreldra í röltinu er að vera sýnileg, vera til staðar, hlusta og leiðbeina en hringja í lögregluna ef að við á.
„Það er mjög mikilvægt að taka líka samtalið um að börn beri virðingu fyrir hvert öðru og eigum annarra, líka bæjarins“ segir Edda Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar. Á fundinn mætir Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og fulltrúar frá Lögreglustöðinni á Vínlandsleið sem eru í hlutverki samfélagslögregluþjóna.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos