Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Markmið með fundinum er að foreldrasamfélagið stilli saman strengi fyrir veturinn. Skipulagt foreldrarölt hefst á miðvikudaginn og framundan er bæjarhátíðin Í túninu heima. Lögð er áhersla á þátttöku foreldra til að fyrirbyggja hópamyndun. Hlutverk foreldra í röltinu er að vera sýnileg, vera til staðar, hlusta og leiðbeina en hringja í lögregluna ef að við á.
„Það er mjög mikilvægt að taka líka samtalið um að börn beri virðingu fyrir hvert öðru og eigum annarra, líka bæjarins“ segir Edda Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar. Á fundinn mætir Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og fulltrúar frá Lögreglustöðinni á Vínlandsleið sem eru í hlutverki samfélagslögregluþjóna.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.