Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. apríl 2024

Bæj­ar­ráð hef­ur sam­þykkt að veita Brynju leigu­fé­lagi stofn­fram­lög til kaupa á fjór­um nýj­um íbúð­um í Mos­fells­bæ, en hlut­verk leigu­fé­lags­ins er að kaupa, eiga og reka íbúð­ir fyr­ir ör­yrkja á Ís­landi og tryggja þeim lang­tíma­leigu­úr­ræði á sann­gjörnu verði og eru stofn­fram­lög grunn­ur að því að það sé hægt.

Stofn­fram­lag vegna tveggja íbúða sem verða af­hent­ar fyr­ir lok þessa mán­að­ar var sam­þykkt árið 2023 og nú hef­ur bæj­ar­ráð sam­þykkt að veita Brynju leigu­fé­lagi stofn­fram­lag vegna kaupa á tveim­ur íbúð­um til við­bót­ar á tíma­bil­inu 2024-2025. Stofn­fram­lög Mos­fells­bæj­ar vegna þeirra íbúða er 12% af stofn­virði íbúð­anna sem sam­kvæmt um­sókn er 136 m.kr. og er stofn­fram­lags­hluti Mos­fells­bæj­ar því 16,3 m.kr. Leigu­fé­lag­ið sæk­ir einn­ig um vil­yrði fyr­ir stofn­fram­lög­um til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) vegna kaupa á þess­um íbúð­um en skil­yrði veit­ingu þeirra er að sveit­ar­fé­lag­ið veiti einn­ig stofn­fram­lög til verk­efn­is­ins.

Í lok fe­brú­ar síð­ast­liðn­um voru 8 á bið­lista hjá Brynju í Mos­fells­bæ. Með kaup­um á þess­um fjór­um íbúð­um verða íbúð­ir leigu­fé­lags­ins Brynju í Mos­fells­bæ orðn­ar 18 tals­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00