Bæjarráð hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlög til kaupa á fjórum nýjum íbúðum í Mosfellsbæ, en hlutverk leigufélagsins er að kaupa, eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja á Íslandi og tryggja þeim langtímaleiguúrræði á sanngjörnu verði og eru stofnframlög grunnur að því að það sé hægt.
Stofnframlag vegna tveggja íbúða sem verða afhentar fyrir lok þessa mánaðar var samþykkt árið 2023 og nú hefur bæjarráð samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag vegna kaupa á tveimur íbúðum til viðbótar á tímabilinu 2024-2025. Stofnframlög Mosfellsbæjar vegna þeirra íbúða er 12% af stofnvirði íbúðanna sem samkvæmt umsókn er 136 m.kr. og er stofnframlagshluti Mosfellsbæjar því 16,3 m.kr. Leigufélagið sækir einnig um vilyrði fyrir stofnframlögum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna kaupa á þessum íbúðum en skilyrði veitingu þeirra er að sveitarfélagið veiti einnig stofnframlög til verkefnisins.
Í lok febrúar síðastliðnum voru 8 á biðlista hjá Brynju í Mosfellsbæ. Með kaupum á þessum fjórum íbúðum verða íbúðir leigufélagsins Brynju í Mosfellsbæ orðnar 18 talsins.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði