Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. janúar 2018

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir þátt­tak­end­um í for­vali fyr­ir al­út­boð vegna bygg­ing­ar á fjöl­nota íþrótta­húsi við Varmá í Mos­fells­bæ.

Stærð húss­ins verð­ur um 3.850 m² (74 x 52 m) auk and­dyr­is­bygg­ing­ar. Í hús­inu verð­ur knatt­spyrnu­völl­ur lagð­ur gervi­grasi og hlaupa­braut við hlið vall­ar­ins ásamt gang­braut um­hverf­is völl­inn.

Gert er ráð fyr­ir að hús­ið verði byggt úr tvö­föld­um PVC dúk á stál­grind en und­ir­stöð­ur verði stein­steypt­ar og einn­ig verði hluti út­veggja stein­steypt­ir. Skila skal full­búnu húsi að utan og inn­an, með full­frá­geng­inni lóð. Al­mennt gild­ir að fasta­bún­að­ur er innifal­inn en lausa­bún­að­ur ekki.

Heiti verk­efn­is­ins er: Fjöl­nota íþrótta­hús við Varmá.

Helstu verk­þætt­ir eru:

  • Jarð­vinna Upp­steypa húss
  • Reis­ing stál­grind­ar og klæðn­ing
  • Frá­gang­ur inn­an­húss þ.m.t lagna­kerfa
  • Frá­gang­ur á gervi­grasi, hlaupa- og göngu­brauta
  • Frá­gang­ur lóð­ar

For­vals­gögn verða send í tölvu­pósti þeim sem óska eft­ir að taka þátt í for­vali frá og með þriðju­deg­in­um 30. janú­ar 2018. Ósk­ir um for­vals­gögn skal senda á net­fang­ið gk@verk­is.is, með upp­lýs­ing­um um nafn fyr­ir­tæk­is, nafn tengi­lið­ar ásamt tölvu­póst­fangi og síma­núm­eri.

Skila skal út­fyllt­um for­vals­gögn­um í lok­uðu um­slagi merktu á eft­ir­far­andi hátt til af­greiðslu bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 2. hæð, eigi síð­ar en þriðju­dag­inn 13. fe­brú­ar 2018, klukk­an 16:00.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00