Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. nóvember 2010

Ör­ygg­is­dög­um Strætó og VÍS lauk form­lega í gær, en þeir stóðu yfir í sex vik­ur, frá 18. októ­ber til 28. nóv­em­ber.

Á þeim tíma var lögð sér­stök áhersla á ör­yggi í akstri Strætó, þar sem stræt­is­vagna­bíl­stjór­ar hétu því að sýna gott for­dæmi í um­ferð­inni og að­r­ir öku­menn voru hvatt­ir til að huga að akstri sín­um með já­kvæð­um skila­boð­um á stræt­is­vögn­um og víð­ar. Markmið átaks­ins var fyrst og fremst að vekja veg­far­end­ur til um­hugs­un­ar um um­ferðarör­yggi en að auki ætl­uðu stræt­is­vagna­bíl­stjór­ar að reyna að gera bet­ur í akstri en á sama tíma­bili í fyrra. Þá urðu 28 óhöpp frá miðj­um októ­ber fram til nóv­em­ber­loka.

Þetta markmið náð­ist nokk­uð ör­ugg­lega, því ein­ung­is urðu 11 óhöpp á þessu sex vikna tíma­bili sem er fram­ar björt­ustu von­um. Flest voru óhöpp­in minni­hátt­ar, en al­var­legt slys varð þó á með­an á Ör­yggi­dög­un­um stóð, því ekið var á gang­andi veg­far­anda síð­ast­lið­inn laug­ar­dag og hlaut hann inn­vort­is meiðsli. Sýn­ir það at­vik enn og aft­ur hversu mik­il­vægt er að stræt­is­vagna­bíl­stjór­ar og að­r­ir veg­far­end­ur séu stöð­ugt á varð­bergi og geri sitt besta á hverj­um degi til að koma í veg fyr­ir óhöpp og slys í um­ferð­inni.

Að með­al­tali verða um 20 óhöpp í mán­uði hjá Strætó bs. yfir vetr­ar­mán­uð­ina og því tókst stræt­is­vagna­bíl­stjór­um að halda fjölda óhappa langt und­ir því sem hefð­bund­ið er á þess­um tíma árs á með­an á Ör­ygg­is­dög­un­um stóð. Nú er svo kom­ið að allt stefn­ir í að óhöpp í akstri Strætó bs. verði í sögu­legu lág­marki í ár frá því að Strætó bs. hóf að skrá og greina óhöpp og leita mark­visst að úr­ræð­um til að fækka þeim. Árið 2006 voru óhöpp­in 304 en hef­ur fækkað ár frá ári og voru nú síð­ast 197 árið 2009. Í ár hef­ur heild­ar­fjöldi óhappa ver­ið tals­vert færri en á fyrstu ell­efu mán­uð­um árs­ins 2009, þann­ig að allt út­lit er fyr­ir að enn betri ár­ang­ur ná­ist nú.

„Ég harma öll óhöpp og slys í um­ferð­inni og auð­vitað eru ell­efu óhöpp á þessu tíma­bili ell­efu óhöpp­um of mik­ið. En með­an við erum að fækka slys­um jafnt og þétt er ekki ann­að hægt en að gleðj­ast yfir því. Ég er fyrst og fremst þakk­lát­ur og stolt­ur af stræt­is­vagna­bíl­stjór­un­um okk­ar sem tóku þátt í átak­inu af heil­um hug og sýndu í verki að það er alltaf hægt að gera bet­ur í um­ferð­inni ef mað­ur legg­ur sig all­an fram. Við von­um að þetta hafi vak­ið aðra veg­far­end­ur til um­hugs­un­ar og við get­um öll stað­ið sam­an að því að auka ör­yggi í um­ferð­inni á kom­andi árum. Um leið vil ég hrósa öll­um þeim sem hafa kom­ið að for­varn­ar­starfi Strætó síð­ustu árin fyr­ir ár­ang­ur­inn, starfs­fólki Strætó, VÍS og full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna sem hafa unn­ið með okk­ur að því að bæta að­stæð­ur á akst­urs­leið­um strætó og fækka áhættupunkt­um í um­ferð­inni,“ seg­ir Reyn­ir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs.

„Stræt­is­vagna­bíl­stjór­ar hafa sýnt frá­bært for­dæmi, ekki bara síð­ustu vik­urn­ar held­ur síð­ustu árin, með fækk­un slysa um næst­um því helm­ing á fimm árum. Þeir hafa sýnt okk­ur að það er hægt að auka um­ferðarör­yggi um­tals­vert með því að huga vel að for­vörn­um, læra af reynsl­unni og hafa ör­ygg­ið ávallt í huga við akst­ur­inn. Ör­ygg­is­dag­arn­ir sýna okk­ur þetta svo ekki verð­ur um villst, því með því að leggja all­an metn­að sinn í að vera góð fyr­ir­mynd í um­ferð­inni tókst stræt­is­vagna­bíl­stjór­um að ná ár­angri langt um­fram björt­ustu von­ir. En við vit­um að það má alltaf gera bet­ur og nú er það verk­efni okk­ar að gera alla daga að ör­ygg­is­dög­um,“ seg­ir Guð­mund­ur Örn Gunn­ars­son, for­stjóri VÍS.

Frá af­hend­ingu við­ur­kenn­inga til vagn­stjóra Strætó á Hlemmi í dag.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00