Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. maí 2023

Um 50 manns tóku þátt í opn­um fundi um at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­mál sem hald­inn var í Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ í dag, 16. maí.

Fund­ur­inn er hluti af vinnu at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar við mót­un at­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Í upp­hafi fund­ar hélt Dóri DNA hug­vekju um skap­andi grein­ar sem vax­andi at­vinnu­grein á Ís­landi og hvatti Mos­fells­bæ til þess að taka þátt í þeirri um­bylt­ingu. Eins og við var að bú­ast bar sjón­varps­serí­una Aft­ur­eld­ingu á góma og Dóri vakti at­hygli á því að menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd veitti verk­efn­inu styrk þeg­ar það var á hug­mynda­stigi. Það réði ekki úr­slit­um en var þátt­ur í að unnt var vinna verk­efn­ið áfram.

Að lokn­um inn­gangser­ind­um var geng­ið til dag­skrár þar sem ráð­gjafi at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar, Björn H. Reyn­is­son, leiddi vinn­una. Á fund­in­um komu fram marg­ar hug­mynd­ir sem unn­ið verð­ur með á næstu vik­um í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00