Um 50 manns tóku þátt í opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál sem haldinn var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag, 16. maí.
Fundurinn er hluti af vinnu atvinnu- og nýsköpunarnefndar við mótun atvinnustefnu Mosfellsbæjar.
Í upphafi fundar hélt Dóri DNA hugvekju um skapandi greinar sem vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hvatti Mosfellsbæ til þess að taka þátt í þeirri umbyltingu. Eins og við var að búast bar sjónvarpsseríuna Aftureldingu á góma og Dóri vakti athygli á því að menningar- og nýsköpunarnefnd veitti verkefninu styrk þegar það var á hugmyndastigi. Það réði ekki úrslitum en var þáttur í að unnt var vinna verkefnið áfram.
Að loknum inngangserindum var gengið til dagskrár þar sem ráðgjafi atvinnu- og nýsköpunarnefndar, Björn H. Reynisson, leiddi vinnuna. Á fundinum komu fram margar hugmyndir sem unnið verður með á næstu vikum í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.