Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum styrki til efnilegra ungmenna.
Markmiðið með styrknum er að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.
Styrkurinn er fólginn í launum frá Mosfellsbæ og greitt er í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ.
Það var aðdáunarverður listi hæfra umsækjenda sem sótti um og vandasamt verk að velja einstaklinga sem eiga að hljóta styrki og langt frá því einfalt að bera saman einstaklinga sem stunda ólíkar greinar. En að þessu sinni sóttu níu einstaklingar á aldrinum 16−20 ára um.
Ungmennin fjögur sem hlutu styrk heita Anna Thelma Stefánsdóttir (söngur), Marín Mist Magnúsdóttir (dans) Kristófer Karl Karlsson, (handbolti/golf), Sverrir Haraldsson (golf).