Í gær var haldinn kynningarfundur fyrir íbúa Mosfellsbæjar um fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram í bæjarstjórn.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnti helstu atriði áætlunarinnar fyrir viðstöddum og hann ásamt fleiri starfsmönnum Mosfellsbæjar svöruðu spurningum fundarmanna.