Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar stend­ur á hverju ári fyr­ir jafn­rétt­is­degi.

Þá er boð­að til dag­skrár þar sem fjall­að er um jafn­rétt­is­mál í víðu sam­hengi. Yf­ir­skrift jafn­rétt­is­dags­ins að þessu sinni var félags­leg virkni og heilsa eldri borg­ara. Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Fjöl­skyldu­sviðs kynnti nið­ur­stöð­ur könn­un­ar um fé­lags­lega virkni eldri borg­ara í Mos­fells­bæ.

Helstu nið­ur­stöð­ur sýna að stór hluti eldri borg­ara þekk­ir til fé­lags­starfs­ins sem boð­ið er upp á í bæn­um og að 93% þátt­tak­enda í starf­inu lík­ar vel eða nokk­uð vel við starf­ið. Har­ald S. Holsvik var með er­indi und­ir yf­ir­skrift­inni Er jafn­rétti með­al aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni?. Salóme Þor­kels­dótt­ir heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar og fyrr­ver­andi for­seti Al­þing­is hélt er­indi um sína upp­lif­un og ábyrgð á að huga að heilsu sinni. Einnig var Ólöf Sívertsen með kynn­ingu á verk­efn­inu Heilsu­efl­andi sam­fé­lag.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar veit­ir ár­lega sér­staka við­ur­kenn­ingu þeim ein­stak­lingi, fyr­ir­tæki eða fé­laga­sam­tök­um sem hef­ur stað­ið sig best í að fram­fylgja jafn­rétt­is­lög­um og/eða Evr­ópusátt­mál­an­um um jafna stöðu kvenna og karla í sveit­ar­fé­lög­um og hér­uð­um og/eða jafn­rétt­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2016 hlýt­ur Fé­lags­mið­stöð­in Ból fyr­ir að vinna mark­visst að því að starf­ið höfði jafnt til stúlkna og drengja. Í Ból­inu eru til dæm­is kyn­greind­ar að­sókn­ar­töl­ur og brugð­ist við ef jafna þarf kynja­hlut­fall tengt að­sókn. Auk þess er ráð­ið inn starfs­fólk með til­liti til þess að halda jöfnu kynja­hlut­falli.

Tengt efni