Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. nóvember 2015

Frá og með 1. janú­ar 2016 verða ekki leng­ur seld­ir far­mið­ar hjá vagn­stjór­um Strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ástæð­an er fyrst og fremst ört dvín­andi eft­ir­spurn í vögn­un­um og aukin áhersla á ra­fræn far­gjöld. Far­mið­ar verða áfram seld­ir hjá tæp­lega 30 sölu­að­il­um Strætó víðs veg­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á vef Strætó og í Strætó app­inu.

Nýj­ung­ar í Strætó app­inu frá og með nóv­em­ber 2015

Stærsta breyt­ing­in er áskrift að Strætó sem gild­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að lág­marki í mán­uð, en einn­ig er hægt að skrá sig í áskrift og fá þriðja hvern mán­uð frí­an. Snjallsími strætóf­ar­þega virk­ar þar með eins og mán­að­ar­kort, þriggja mán­aða kort, níu mán­aða kort eða bara ótíma­bund­ið — allt eft­ir því hversu lengi áskrift­in er í gildi. Með áskrift að strætó er að­eins greitt fyr­ir einn mán­uð í senn. Af­slátt­ur­inn er álíka og fæst með tíma­bil­skorti. En með áskrift þarf ekki að greiða marga mán­uði fram í tím­ann. Að þessu leyti er áskrift hag­stæð­ari kost­ur en tíma­bil­skort. Það er ein­falt að skrá sig í áskrift og jafn auð­velt að segja henni upp. Eins og ann­að í app­inu þá er þjón­ust­an hönn­uð til að ein­falda og auð­velda far­þeg­um okk­ar að kom­ast leið­ar sinn­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00