Frá og með 1. janúar 2016 verða ekki lengur seldir farmiðar hjá vagnstjórum Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Ástæðan er fyrst og fremst ört dvínandi eftirspurn í vögnunum og aukin áhersla á rafræn fargjöld. Farmiðar verða áfram seldir hjá tæplega 30 söluaðilum Strætó víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, á vef Strætó og í Strætó appinu.
Nýjungar í Strætó appinu frá og með nóvember 2015
Stærsta breytingin er áskrift að Strætó sem gildir á höfuðborgarsvæðinu að lágmarki í mánuð, en einnig er hægt að skrá sig í áskrift og fá þriðja hvern mánuð frían. Snjallsími strætófarþega virkar þar með eins og mánaðarkort, þriggja mánaða kort, níu mánaða kort eða bara ótímabundið — allt eftir því hversu lengi áskriftin er í gildi. Með áskrift að strætó er aðeins greitt fyrir einn mánuð í senn. Afslátturinn er álíka og fæst með tímabilskorti. En með áskrift þarf ekki að greiða marga mánuði fram í tímann. Að þessu leyti er áskrift hagstæðari kostur en tímabilskort. Það er einfalt að skrá sig í áskrift og jafn auðvelt að segja henni upp. Eins og annað í appinu þá er þjónustan hönnuð til að einfalda og auðvelda farþegum okkar að komast leiðar sinnar.