Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Dag­ana 16. – 22. sept­em­ber tek­ur Mos­fells­bær þátt í Evr­ópsku Sam­göngu­vik­unni, Europe­an Mobility Week, ásamt yfir 2000 borg­um og bæj­um víðs­veg­ar um Evr­ópu.

Yf­ir­skrift sam­göngu­vik­unn­ar að þessu sinni er Bætt lífs­gæði með vist­vænni sam­göng­um enda hef­ur um­ferð í borg­um og bæj­um auk­ist síð­ast­lið­in ár með til­heyr­andi vanda­mál­um, loft­meng­un og há­vaða.

Til­gang­ur sam­göngu­viku er að hvetja al­menn­ing til að nýta sér vist­vænni sam­göngu­máta og er áhersla lögð á hjól­reið­ar, al­menn­ings­sam­göng­ur og vist­væn far­ar­tæki.  Í til­efni vik­unn­ar mun verða boð­ið uppá  ýmsa við­burði tengda vist­væn­um sam­göng­um bæði í Mos­fells­bæ og ann­ars stað­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Dagskrá sam­göngu­vik­unn­ar má finna á nýj­um vef á veg­um Um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins sem opn­að­ur verð­ur við setn­ingu sam­göngu­vik­unn­ar í dag, 16. sept­em­ber, en þar má finna frek­ari upp­lýs­ing­ar um þá dagskrá sem er í boði í hverju sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig.

Með­al þess sem verð­ur í boði er mál­þing um sam­göng­ur og skipu­lag, kynn­ing á vist­væn­um far­ar­tækj­um, hjóla­ferð úr út­hverf­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nið­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur, hjóla­þrauta­braut fyr­ir börn og sýn­ingu lands­liðs­ins í BMX hjól­reið­um á mið­bæj­ar­torg­inu. Enn­frem­ur verða kynnt ný göngu- og hjólareiða­stíga­kort fyr­ir Mos­fells­bæ og al­menn­ing­ur hvatt­ur til að nýta sér þá  fjöl­mörgu úti­vist­ar­stíga sem eru í boði í bæn­um.

Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að skilja bíl­inn eft­ir heima og nýta sér heilsu­sam­legri sam­göngu­máta í til­efni af sam­göngu­vik­unni, enda er alltof al­gengt að fólk aki mjög stutt­ar vega­lengd­ir í stað þess að ganga eða hjóla, s.s. við að aka börn­um sín­um í leik­skóla eða skóla.

Tök­um þátt í að gera bæ­inn okk­ar enn betri með vist­vænni sam­göng­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00