Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. febrúar 2016

Ný­lega und­ir­rit­uðu Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Guð­mund­ur Dav­íðs­son odd­viti Kjós­ar­hrepps end­ur­nýj­un sam­starfs­samn­inga sveit­ar­fé­lag­anna um þjón­ustu sem Fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar inn­ir af hendi til íbúa Kjós­ar­hrepps.

Starfs­menn sviðs­ins veita íbú­um Kjós­ar­hrepps fé­lags­lega ráð­gjöf og ann­ast und­ir­bún­ing og af­greiðslu um­sókna um húsa­leigu­bæt­ur, fjár­hags­að­stoð, fé­lags­lega heima­þjón­ustu, ferða­þjón­ustu fyr­ir fatlað fólk, fé­lags­lega lið­veislu og önn­ur þau verk­efni sem lög­in kveða á um, í sam­ræmi við regl­ur Kjós­ar­hrepps, eft­ir því sem við á.

Fjöl­skyldu­svið og fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar fara með mál­efni fatl­aðra íbúa Kjós­ar­hrepps og sinna skyld­um Kjós­ar­hrepps sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um, ann­ast bakvakt­ir í barna­vernd­ar­mál­um auk þess að eiga sam­st­arf við Lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um bakvakt­ir í mál­um þar sem heim­il­isof­beldi á sér stað.

Á mynd­inni eru: Guð­mund­ur Dav­íðs­son odd­viti Kjós­ar­hrepps og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri, að baki þeim eru Berg­lind Ósk B. Fil­ipp­íu­dótt­ir deild­ar­stjóri barna­vernd­ar og ráð­gjafa­deild­ar, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Vi­beke Þ. Þor­björns­dótt­ir deild­ar­stjóri bú­setu- og þjón­ustu­deild­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00