Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Skól­ar í Mos­fells­bæ verða sett­ir á morg­un og setjast um 1740 grunn­skóla­nem­end­ur á skóla­bekk eft­ir sum­ar­leyfi, þar af 820 í Varmár­skóla.

Eins og flest vita hafa marg­hátt­að­ar end­ur­bæt­ur og við­hald á húsa­kosti Varmár­skóla stað­ið yfir frá því í júní, eft­ir að í ljós komu raka­skemmd­ir í hluta hús­næð­is­ins. Raka­skemmd bygg­ing­ar­efni hafa ver­ið fjar­lægð úr kennslu­rým­um und­ir leið­sögn EFLU og er end­ur­nýj­un þeirra því sem næst lok­ið. Næstu helg­ar verða nýtt­ar til þess að klára þau af­mörk­uðu verk­efni sem eft­ir eru. Á með­an á því stend­ur hef­ur EFLA lagt til hefð­bundn­ar mót­vægisað­gerð­ir í skóla­bygg­ing­un­um sem verð­ur fylgt í milli­tíð­inni sem felast ann­ars veg­ar í aukn­um þrif­um og hins veg­ar í dag­legri loft­un.

Fyrsta áfanga end­ur­nýj­un­ar á þök­um Varmár­skóla er lok­ið. Glugga­skipti, sem ekki voru hluti af við­brögð­um við raka­skemmd­um held­ur hluti af hefð­bundnu við­haldi skóla­hús­næð­is­ins, frest­ast um nokkr­ar vik­ur vegna tafa á af­hend­ingu nýju glugg­anna. Þeir verða því end­ur­nýj­að­ir í vetr­ar­frí­inu, dag­ana 24. – 28. októ­ber.

Öll­um náms­gögn­um sem geymd voru í bóka­geymslu í kjall­ara yngri deild­ar hef­ur ver­ið farg­að. Í einni stofu voru bólstr­að­ir stóla með svampi í setu og var þeim jafn­framt farg­að, sam­kvæmt ráð­gjöf EFLU.

Í dag standa yfir al­þrif á hús­um Varmár­skóla og eru þau í hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins AÞ-þrif sem er sér­hæft í þrif­um að lokn­um fram­kvæmd­um af þess­um toga.

Heild­ar­skimun skóla­hús­næð­is Mos­fells­bæj­ar og loft­gæða­mæl­ing­ar

Á fundi bæj­ar­ráðs í dag var sam­þykkt að ganga til samn­inga við ann­ars veg­ar verk­fræði­stof­una EFLU og hins veg­ar við Or­bicon um frek­ari út­tekta­vinnu og heild­ar­skimun á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar auk loft­gæða­mæl­inga. Ástæða þess að sam­þykkt var að ganga til samn­inga við tvo lægst­bjóð­end­ur er sú að það ger­ir Mos­fells­bæ kleift að fá verk­efn­ið unn­ið hrað­ar en ella. Þessi vinna bygg­ir á ein­róma sam­þykkt frá 735. fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 20. mars sl. þar sem um­hverf­is­sviði var fal­ið að leita til­boða í of­an­greinda vinnu.

Nán­ar um fram­kvæmd­irn­ar

Verk­tak­ar við fram­kvæmd­irn­ar í Varmár­skóla í sum­ar voru ÁS-Smíði ehf., Ístak hf. og Kapp­ar ehf. og Pét­ur og Há­kon ehf. Starfs­menn þriggja fyrstu fyr­ir­tækj­anna hafa set­ið nám­skeið og til­einkað sér við­eig­andi verk­ferla í vinnu við raka­skemmda bygg­ing­ar­hluta. End­ur­bæt­ur og við­hald Varmarskóla í sum­ar voru byggð­ar ann­ars veg­ar á út­tekt Verk­sýn­ar varð­andi al­mennt við­hald og end­ur­bæt­ur á eldri bygg­ing­um og hins veg­ar á heild­ar­út­tekt EFLU sem beind­ist sér­stak­lega að raka­skemmd­um og mæl­ing­um á skemmd­um bygg­ing­ar­efn­um.

Dag­leg verk­efn­is­stjórn­un var í hönd­um um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar og voru Verk­sýn og EFLA til ráð­gjaf­ar við all­ar fram­kvæmd­ir, röðun þeirra og leið­bein­ing­ar um vinnu­brögð á raka­skemmd­um svæð­um og þeim stöð­um þar sem ör­veru­vöxt­ur hafði greinst.

Fram­kvæmd­un­um er nú í öll­um meg­in­at­rið­um lok­ið og er nán­ar greint frá helstu verk­þátt­um við skól­ann hér að neð­an, bæði lokn­um og ólokn­um.

Varmár­skóli – eldri deild

 • Skemmt bygg­ing­ar­efni í eld­húsi hef­ur ver­ið fjar­lægt og gól­f­efni og veggefni al­far­ið end­ur­nýj­uð.
 • Í heim­il­is­fræði­stofu er við­gerð lok­ið en þar var raki í út­vegg og und­ir dúk.
 • Við­gerð­um er lok­ið í bóka­safni og starfs­manna­álmu en þar var fjar­lægt veggefni ásamt gól­f­efni og hvoru tveggja end­ur­nýjað.
 • Unn­ið verð­ur að hreins­un og til­tekt á þak­rými í vet­ur og loftleki þétt­ur.
 • Nokkr­ar stað­bundn­ar við­gerð­ir á raka­svæð­um eru eft­ir í að­al­bygg­ingu og verða þær klár­að­ar næstu helg­ar fram á haust­ið. Ber þar helst að nefna svæði við inn­ganga, sem eru hefð­bund­in veik­leika svæði í öll­um bygg­ing­um en hvorki hluti af kennslu­rými skól­ans né svæði sem kalla á víð­tæk­ar að­gerð­ir.

Varmár­skóli – yngri deild

 • Þa­kvið­gerð­um er lok­ið sam­kvæmt við­haldsáætlun árs­ins og ver­ið að ganga frá þak­glugg­um þessa dag­ana.
 • Þak­rými yfir austurálmu verð­ur hreinsað og loftleki þétt­ur í haust.
 • Ver­ið er að loka vinnupöll­um við starfs­manna­álmu og tryggja að börn hafi ekki að­gengi að þeim. Vinna verð­ur í gangi við glugga ásamt múr­við­gerð­um og máln­ingu næstu vik­ur.
 • Bygg­ing­ar­efni á sal­erni á fyrstu hæð hafa ver­ið end­ur­nýj­uð en teng­ing­ar vaska og sal­erna og upp­setn­ing hurða lýk­ur um eða eft­ir kom­andi helgi.
 • All­ar raka­skemmd­ir í kjall­ara hafa ver­ið lag­að­ar nema á ein­um stað sem er við út­vegg í rými skóla­hljóm­sveit­ar­inn­ar. Það verð­ur lag­fært í haust í sam­vinnu skóla­stjórn­enda og stjórn­anda skóla­hljóm­sveit­ar til að lág­marka truflun á starfi hljóm­sveit­ar­inn­ar.
 • Bóka­safn verð­ur að sama skapi tek­ið í gegn á haust­mán­uð­um í sam­ráði við skóla­stjórn­end­ur til að lág­marka truflun á skólastarfi.
 • Starfs­manna­álma og skrif­stofu­rými verða klár­uð í vet­ur í sam­vinnu við skóla­stjórn­end­ur. Kom­ið hef­ur ver­ið í veg fyr­ir leka að utan og starfs­rým­ið verð­ur lag­að að inn­an í haust.
 • Nokkr­ar stað­bundn­ar við­gerð­ir á raka­svæð­um eru eft­ir um hús­ið og verða þær klár­að­ar næstu helg­ar fram á haust­ið und­ir leið­sögn EFLU.

Brú­ar­land

 • Út­tekt og sýna­töku lauk í ág­úst en sá hluti heild­ar­út­tekt­ar­skýrslu sem fjalla mun um Brú­ar­land hef­ur ekki enn ver­ið rit­að­ur. Þess í stað hef­ur tími EFLU verði nýtt­ur til eft­ir­lits, ráð­gjaf­ar og reglu­bund­ins mats á fram­kvæmd end­ur­bóta og við­gerða á hús­næði Varmár­skóla.
 • Þó svo að rit­un út­tekt­ar­skýrslu sé ekki lok­ið ligg­ur sjálf út­tekt­in, þ.e. mat á hús­næð­inu og úr­bóta­til­lög­ur til skemmri og lengri tíma fyr­ir í öll­um meg­in­at­rið­um.
 • Bygg­inga­efna­sýni eru komin til Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar Ís­lands og bíð­ur EFLA eft­ir nið­ur­stöðu grein­inga.
 • Þrátt fyr­ir að nið­ur­stöð­ur úr sýna­töku liggi ekki fyr­ir, var í sam­starfi við EFLU strax ráð­ist í að­gerð­ir í skóla­stofu á neðstu hæð þar sem mælst hafði hækk­að­ur raki í veggj­um.
 • Ístak var í fal­ið að steinslípa veggi í skóla­stofu á fyrstu hæð og er þeirri vinnu lok­ið. Nú stend­ur yfir máln­ing stof­unn­ar og verð­ur þeirri fram­kvæmd lok­ið á morg­un föstu­dag­inn 23. ág­úst.
 • Ístak var einn­ig fal­ið úr­bæt­ur á þaki. Búið er að fjar­lægja skemmd­ir í lofta­klæðn­ingu í risi og unn­ið er að end­urupp­bygg­ingu, en fyr­ir­hug­að er að það klárist næstu daga. Unn­ið verð­ur að hreins­un og til­tekt á þak­rými í haust og loftleki þétt­ur. Í risi er tak­mörk­uð skóla­starf­semi sam­kvæmt til­mæl­um eld­varn­ar­eft­ir­lits Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þeg­ar hús­næð­ið var end­ur­nýjað í heild sinni árið 2009 fyr­ir fram­halds­skól­ann voru bruna­varn­ir á efstu hæð mið­að­ar við börn á fram­halds­skóla­aldri og stafa til­mæli eld­varna­eft­ir­lits­ins af því.

Laus­ar stof­ur

 • Til sam­ræm­is við áhættumat og ráð­gjöf EFLU hef­ur vinnu við út­skipt­ingu raka­skemmdra bygg­ing­ar­efna í laus­um stof­um ekki haf­ist. Vegna um­fangs end­ur­bóta og við­halds­verk­efna í Varmár­skóla varð ljóst í lok júlí að flókn­ustu að­gerð­irn­ar væru á að­al­bygg­ing­um skól­ans og áhersla lögð á að ljúka við þær.
 • Fram kom á kynn­ing­ar­fund­um á heild­ar­út­tekt EFLU að ekki hefðu ver­ið tek­ið sýni í laus­um stof­um þar sem tal­ið var ljóst á hvaða svæð­um þyrfti að end­ur­nýja bygg­ing­ar­efni. Þann­ig eru nokk­ur svæði merkt til end­ur­nýj­un­ar og unn­ið verð­ur að því um helg­ar í haust. Það verk­efni verð­ur sem fyrr unn­ið í ná­inni sam­vinnu um­hverf­is­sviðs, verktaka sem nú eru laus­ir úr öðr­um verk­efn­um í Varmár­skóla, EFLU og skóla­stjórn­enda.
 • Ekki er úti­lokað að smá­vægi­leg rösk­un geti orð­ið á skólastarfi í kring­um fram­kvæmd­ir á laus­um stof­um en til stað­ar er áætlun til að bregð­ast við slíku.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00