Í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Mosfellsbæjar og fyrirtækisins Mineral ehf um endurnýjun á húsnæði eldhúss leikskólans Reykjakots.
Byggð verður ný bygging frá grunni um 97 fermetrar með nýrri eldhúseiningu.
Verktakinn Mineral ehf hyggst nýta nýja aðferð við þessa framkvæmd og mun notast við svokallaða Durisol kubba í burðarvirkið. Kubbarnir eru framleiddir úr sérvöldum endurunnum viði og síðan steingerðir með vistvænum aðferðum. Tvö mannvirki hafa þegar verið byggð með þessari aðferð á Íslandi búsetukjarni í Hafnarfirði og parhús á Grenivík og þá er einnig verið að byggja búsetukjarni á Selfossi með sömu aðferð.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í janúar og að þeim ljúki í október 2024.
Á myndinni eru:
Mineral ehf.:
Dagmar Þorsteinsdóttir
Bjarki Guðmundsson
Pálmar Stefánsson
Leikskólinn Reykjakot:
Þórunn Ósk Þórarinsdottir
Sardar Ibrahem Davoody
Bæjarskrifstofur:
Regína Ásvaldsdóttir
Gunnhildur Sæmundsdóttir
Þrúður Hjelm
Hildur Hafbergsdóttir
Óskar Gísli Sveinsson