Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. desember 2023

Í síð­ustu viku var und­ir­rit­að­ur samn­ing­ur á milli Mos­fells­bæj­ar og fyr­ir­tæk­is­ins Mineral ehf um end­ur­nýj­un á hús­næði eld­húss leik­skól­ans Reykja­kots.

Byggð verð­ur ný bygg­ing frá grunni um 97 fer­metr­ar með nýrri eld­hús­ein­ingu.

Verktak­inn Mineral ehf hyggst nýta nýja að­ferð við þessa fram­kvæmd og mun not­ast við svo­kall­aða Durisol kubba í burð­ar­virk­ið. Kubb­arn­ir eru fram­leidd­ir úr sér­völd­um end­urunn­um viði og síð­an stein­gerð­ir með vist­væn­um að­ferð­um. Tvö mann­virki hafa þeg­ar ver­ið byggð með þess­ari að­ferð á Ís­landi bú­setukjarni í Hafnar­firði og par­hús á Greni­vík og þá er einn­ig ver­ið að byggja bú­setukjarni á Sel­fossi með sömu að­ferð.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist í janú­ar og að þeim ljúki í októ­ber 2024.


Á mynd­inni eru:

Mineral ehf.:
Dag­mar Þor­steins­dótt­ir
Bjarki Guð­munds­son
Pálm­ar Stef­áns­son

Leik­skól­inn Reykja­kot:
Þór­unn Ósk Þór­ar­ins­dott­ir
Sar­d­ar Ibra­hem Dav­oody

Bæj­ar­skrif­stof­ur:
Regína Ás­valds­dótt­ir
Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir
Þrúð­ur Hjelm
Hild­ur Haf­bergs­dótt­ir
Ósk­ar Gísli Sveins­son

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00