Diddú og drengirnir ásamt Reykholtskórnum munu halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 7. febrúar kl. 16:00.
Tónlistarhópurinn, sem kallar sig Diddú og drengirnir, er skipaður Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu, klarinettuleikurunum Sigurði I. Snorrasyni og Kjartani Óskarssyni, hornleikurunum Emil Friðfinnssyni og Þorkeli Jóelssyni og fagottleikununum Brjáni Ingasyni og Birni Th. Árnasyni.
Diddú og drengirnir eiga sterkar rætur í Mosfellsbæ og þar er að finna tvo bæjarlistamenn, Sigurður I. Snorrason, núverandi bæjarlistamaður og Diddú, sem var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 1998. Reykholtskórinn undir stjórn Bjarna Guðráðssonar verður hópnum til fulltingis. Á efnisskránni eru m.a. nokkur af fegurstu verkum tónbókmenntanna fyrir sópran og kór.
Aðgangseyrir: kr. 1.500, eldri borgarar kr. 1.000, 12 ára og yngri ókeypis.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.