Diddú og drengirnir ásamt Reykholtskórnum munu halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 7. febrúar kl. 16:00.
Tónlistarhópurinn, sem kallar sig Diddú og drengirnir, er skipaður Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu, klarinettuleikurunum Sigurði I. Snorrasyni og Kjartani Óskarssyni, hornleikurunum Emil Friðfinnssyni og Þorkeli Jóelssyni og fagottleikununum Brjáni Ingasyni og Birni Th. Árnasyni.
Diddú og drengirnir eiga sterkar rætur í Mosfellsbæ og þar er að finna tvo bæjarlistamenn, Sigurður I. Snorrason, núverandi bæjarlistamaður og Diddú, sem var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 1998. Reykholtskórinn undir stjórn Bjarna Guðráðssonar verður hópnum til fulltingis. Á efnisskránni eru m.a. nokkur af fegurstu verkum tónbókmenntanna fyrir sópran og kór.
Aðgangseyrir: kr. 1.500, eldri borgarar kr. 1.000, 12 ára og yngri ókeypis.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos