Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. febrúar 2010

Diddú og dreng­irn­ir ásamt Reyk­holtskórn­um munu halda tón­leika í Reyk­holts­kirkju sunnu­dag­inn 7. fe­brú­ar kl. 16:00.

Tón­list­ar­hóp­ur­inn, sem kall­ar sig Diddú og dreng­irn­ir, er skip­að­ur Sigrúnu Hjálm­týs­dótt­ur söng­konu, klar­in­ettu­leik­ur­un­um Sig­urði I. Snorra­syni og Kjart­ani Ósk­ars­syni, horn­leik­ur­un­um Emil Frið­finns­syni og Þor­keli Jó­els­syni og fag­ott­leik­un­un­um Brjáni Inga­syni og Birni Th. Árna­syni.

Diddú og dreng­irn­ir eiga sterk­ar ræt­ur í Mos­fells­bæ og þar er að finna tvo bæj­arlista­menn, Sig­urð­ur I. Snorra­son, nú­ver­andi bæj­arlista­mað­ur og Diddú, sem var bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 1998. Reyk­holtskór­inn und­ir stjórn Bjarna Guð­ráðs­son­ar verð­ur hópn­um til fullting­is. Á efn­is­skránni eru m.a. nokk­ur af feg­urstu verk­um tón­bók­mennt­anna fyr­ir sópr­an og kór.

Að­gangs­eyr­ir: kr. 1.500, eldri borg­ar­ar kr. 1.000, 12 ára og yngri ókeyp­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00