Í dag fengu öll þriggja til fimm ára leikskólabörn á Íslandi afhenta bókina Orð eru ævintýri að gjöf á degi íslenskrar tungu.
Um er að ræða myndaorðabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. Bókin hefur verið þýdd á nokkur tungumál og verður aðgengileg á rafrænu formi á vef ásamt gagnvirkum verkefnum og kennsluleiðbeiningum fyrir leik- og grunnskóla. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum. Myndhöfundar eru Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson.
Bókin er gefin út af Menntamálastofnun og var unnin í samvinnu Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, námsbrautar í talmeinafræði við Háskóla Íslands, leikskólanna Laugasólar og Blásala, Austurbæjarskóla og Menntamálastofnunar.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu og frístundasviðs afhentu Guðrúnu Björgu Pálsdóttur leikskólastjóra í Leirvogstungu fyrstu bókina.
Í tilefni af degi íslenskrar tungu samþykkti bæjarráð tillögu þess efnis að veita starfsfólki sem hefur annað mál en íslensku að móðurmáli aðgang að íslenskukennslu í gegnum smáforritið Bara tala.
„Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Það er mikilvægt að geta boðið því fólki uppá auðvelda leið til að efla íslenskukunnáttu.“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri.“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri.
Kristján Þór Magnússon sviðsstjóri mannauðs- og starfumhverfissvið heldur utan um verkefnið fyrir hönd Mosfellsbæjar og mun kynna forritið í helstu stofnunum og starfsemi bæjarins.
Tengt efni
Eldhúsið á Reykjakoti endurnýjað
Í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Mosfellsbæjar og fyrirtækisins Mineral ehf um endurnýjun á húsnæði eldhúss leikskólans Reykjakots.
Upplýst samfélag - Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember
Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu.
Hinsegin fræðsla fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu
Starfsfólki bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var boðið upp á erindi frá Samtökunum ’78 sem bar yfirskriftina Hinsegin 101.