Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. nóvember 2023

Í dag fengu öll þriggja til fimm ára leik­skóla­börn á Ís­landi af­henta bók­ina Orð eru æv­in­týri að gjöf á degi ís­lenskr­ar tungu.

Um er að ræða mynda­orða­bók sem býð­ur upp á tæki­færi til að spjalla um orð dag­legs lífs og efla orða­forða. Bókin hef­ur ver­ið þýdd á nokk­ur tungu­mál og verð­ur að­gengi­leg á ra­f­rænu formi á vef ásamt gagn­virk­um verk­efn­um og kennslu­leið­bein­ing­um fyr­ir leik- og grunn­skóla. Aft­ast í bók­inni eru stutt­ar leið­bein­ing­ar um notk­un og hug­mynd­ir að um­ræðu­efn­um. Mynd­höf­und­ar eru Blær Guð­munds­dótt­ir, Böðv­ar Leós, Elín Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir og Sig­mund­ur Breið­fjörð Þor­geirs­son.

Bókin er gef­in út af Mennta­mála­stofn­un og var unn­in í sam­vinnu Miðju máls og læs­is hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur, náms­braut­ar í tal­meina­fræði við Há­skóla Ís­lands, leik­skól­anna Lauga­sól­ar og Blásala, Aust­ur­bæj­ar­skóla og Mennta­mála­stofn­un­ar.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir sviðs­stjóri fræðslu og frí­stunda­sviðs af­hentu Guð­rúnu Björgu Páls­dótt­ur leik­skóla­stjóra í Leir­vogstungu fyrstu bók­ina.

Í til­efni af degi ís­lenskr­ar tungu sam­þykkti bæj­ar­ráð til­lögu þess efn­is að veita starfs­fólki sem hef­ur ann­að mál en ís­lensku að móð­ur­máli að­g­ang að ís­lensku­kennslu í gegn­um smá­for­rit­ið Bara tala.

„Hjá Mos­fells­bæ starf­ar stór og öfl­ug­ur hóp­ur starfs­fólks með ann­að móð­ur­mál en ís­lensku. Það er mik­il­vægt að geta boð­ið því fólki uppá auð­velda leið til að efla ís­lenskukunn­áttu.“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri.“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri.

Kristján Þór Magnús­son sviðs­stjóri mannauðs- og star­f­um­hverf­is­svið held­ur utan um verk­efn­ið fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar og mun kynna for­rit­ið í helstu stofn­un­um og starf­semi bæj­ar­ins.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00