Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 19. nóvember síðastliðinn að hefja undirbúning á byggingu nýs leikskóla í Helgafellshverfi.
Leikskólinn er áætlaður fyrir 100-110 börn og verður staðsettur á lóðinni við Vefarastræti 2-6. Get er ráð fyrir að skólinn hefji starfsemi sína haustið 2023 en Mosfellsbær er eitt leikskólasvæði og mun hinn nýi leikskóli verða níundi skólinn í bænum.
Tengt efni
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.
Samantekt framkvæmda árið 2024
Samningur um vallarlýsingu Varmárvallar