Vegna COVID-19 verður fyrirkomulagi þjónustu bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar breytt frá og með 23. mars
Símsvörun verður milli kl. 8:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8:00 til 14:00 á föstudögum.
Þjónustuverið verður opið fyrir þá sem eiga erindi á bæjarskrifstofur frá 10:00-12:00 alla daga vikunnar og verður þjónustan takmörkuð við móttöku og afhendingu gagna.
Mosfellsbær leggur áfram áherslu á að hvetja viðskiptavini sína til að nýta rafrænar þjónustuleiðir eins netspjall og tölvupóst í eins ríku mæli og unnt er. Önnur gögn en teikningar vegna bygginga er unnt að setja í póstkassa merktum Mosfellsbæ í andyri turnsins í Kjarna Þverholti 2.
Þessar aðgerðir byggja á viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar við þær aðstæður sem nú ríkja og beinast að því að tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin.
Símanúmer Mosfellsbæjar er 525-6700.
Tengt efni
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Mosfellsbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Fundur þingmanna og bæjarfulltrúa