Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. desember 2017

Um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar verða gerð­ar á þjón­ustu og leiða­kerfi Strætó, sunnu­dag­inn 7. janú­ar næst­kom­andi.

Sam­an­tek­ið eru helstu breyt­ing­ar eft­ir­far­andi:

  • Leið 6 mun aka á 10 mín­úta fresti á anna­tím­um, en á móti verð­ur leið­in stytt. Hún mun byrja og enda ferð­ir sín­ar í Spöng­inni í stað Há­holts.
  • Leið 7 kem­ur ný inn í leiða­kerf­ið sem efl­ir veru­lega þjón­ustu við íbúa og gesti Helga­fells­hverf­is og Leir­vogstungu­hverf­is. Leið­in mun aka frá Spöng, fram­hjá Eg­ils­höll, í gegn­um Staða­hverf­ið, inn í Helga­fells­hverf­ið, í Leir­vogstungu­hverf­ið og til baka. Leið 6 mun aka til klukk­an 01:00 alla daga og leið 7 mun aka til mið­nætt­is.
  • Þann 13. janú­ar mun Strætó hefja næturakst­ur út mið­bæ Reykja­vík­ur á að­faranótt­um laug­ar- og sunnu­daga. Sex leið­ir munu sinna næturakstr­in­um og munu þær aka á u.þ.b klukku­tíma­fresti frá klukk­an 01:00 til ca. 04:30. Ein­ung­is verð­ur hægt að taka næt­ur­vagn­ana sem eru á leið út úr mið­bæn­um, en ekki til baka.
  • Leið 106 mun sinna næturakstri til Mos­fells­bæj­ar og ekið verð­ur frá Hlemmi til Há­holts. Brott­far­ir frá Hlemmi verða klukk­an 01:30, 02:30 og 03:30.
  • Stakt far­gjald með næt­ur­vögn­um verð­ur 920 krón­ur eða 2 stræ­tómið­ar. Hand­haf­ar strætó­korta munu hins veg­ar geta notað kort­in í næt­ur­vagn­ana án frek­ari kostn­að­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00