Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. nóvember 2017

Um­tals­verð­ar breyt­ing­ar verða á leiða­kerfi Strætó um næstu ára­mót.

Breyt­ing­arn­ar eru lið­ur í að ná fram því mark­miði sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að bæta þjón­ustu og fjölga þann­ig not­end­um. Ein­föld­un leiða­kerf­is og aukin tíðni ferða eru mik­il­vægt skref í þá átt að gera Strætó að ferða­máta sem er sam­keppn­is­hæf­ur við að­r­ar sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þær breyt­ing­ar sem snúa að Mos­fells­bæ eru m.a. að leið 15 mun aka leng­ur á kvöld­in og ekki verð­ur leng­ur dreg­ið úr ferða­tíðni á sumrin eins og ver­ið hef­ur síð­ustu ár. Leið 6 mun hætta að keyra upp í Mos­fells­bæ, en í stað­inn mun leið 7 keyra frá Eg­ils­höll og upp í Mos­fells­bæ og tengjast Helga­fells­hverfi. Þann­ig verð­ur unnt að tryggja þjón­ustu við það hverfi. Næturakst­ur á völd­um leið­um um helg­ar.

Að sögn Bryn­dís­ar Har­alds­dótt­ur, full­trúa Mos­fells­bæj­ar í stjórn Strætó bs. er enn unn­ið að því að leggja mat á það hvern­ig væri unnt að auka þjón­ustu við íbúa Leir­vogstungu.Þar eru þrír kost­ir í mati. Í fyrsta lagi að leið 7 keyri inn í Leir­vogstungu, í öðru lagi að leið 57 keyri í gegn­um hverf­ið í stað þess að stoppa á gatna­mót­un­um við Vest­ur­landsveg og í þriðja lagi að koma á svo­kall­aðri pönt­un­ar­þjón­ustu. Nið­ur­staða þess­ar­ar skoð­un­ar mun líta dags­ins ljós á næstu vik­um.

„Ég er af­skap­lega ánægð að það skuli hafa ver­ið sam­þykkt í stjórn Strætó að auka þjón­ust­una hér í Mos­fells­bæ. Við þurft­um að hafa fyr­ir því að ná því fram. Efl­ing og þró­un al­menn­ings­sam­gangna er eitt af stóru sam­eig­in­legu verk­efn­um sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst á síð­ustu miss­er­um og árið 2016 ferð­uð­ust um 45 þús­und manns með Strætó dag­lega. Sá ár­ang­ur sem við erum nú að ná við að efla stræt­is­vagna­sam­göng­ur í Mos­fells­bæ eru hluti af góðu sam­tali okk­ar við önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu inn­an stjórn­ar Strætó.” sagði Bryndís Har­alds­dótt­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00