Frá og með 1. nóvember er mögulegt að óska eftir símtali eða tölvupósti frá ráðgjafa á velferðarsviði í gegnum hlekkinn „Bóka samtal hjá velferðarsviði“ á forsíðu vefs Mosfellsbæjar í stað fastra símatíma.
Breytingin er gerð með það að markmiði að bæta þjónustuna og gera hana aðgengilegri fyrir íbúa. Hægt verður að senda inn ósk um samtal þegar íbúum hentar og verður henni svarað innan tveggja virkra daga.
Nánari upplýsingar og/eða aðstoð veitir Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.