Barna- og ungmennaþing verður haldið í fyrsta sinn í Mosfellsbæ þann 13. apríl 2023.
Þingið er hluti af innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag. Innleiðingin á verkefninu tekur 2 – 3 ár og eru 8 skref í því ferli. Unnið er að því markmiði að sveitarfélagið fái viðurkenningu á því að vera barnvænt sveitarfélag samkvæmt skilgreiningu Unicef á Íslandi sem fer fyrir verkefninu. Barna- og ungmennaþingið er hluti af fyrstu skrefunum í innleiðingunni og er í þetta skiptið ætlað nemendum í 5. – 10. bekk.
Við viljum endilega sjá sem flest og hvetjum því öll sem hafa áhuga og eru í 5. – 10. bekk að skrá sig. Sætja fjöldi er takmarkaður og því er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Umræðuefni þingsins er í höndum nemenda.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.