Barna- og ungmennaþing verður haldið í fyrsta sinn í Mosfellsbæ þann 13. apríl 2023.
Þingið er hluti af innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag. Innleiðingin á verkefninu tekur 2 – 3 ár og eru 8 skref í því ferli. Unnið er að því markmiði að sveitarfélagið fái viðurkenningu á því að vera barnvænt sveitarfélag samkvæmt skilgreiningu Unicef á Íslandi sem fer fyrir verkefninu. Barna- og ungmennaþingið er hluti af fyrstu skrefunum í innleiðingunni og er í þetta skiptið ætlað nemendum í 5. – 10. bekk.
Við viljum endilega sjá sem flest og hvetjum því öll sem hafa áhuga og eru í 5. – 10. bekk að skrá sig. Sætja fjöldi er takmarkaður og því er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Umræðuefni þingsins er í höndum nemenda.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar