Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. nóvember 2010

Opn­uð hef­ur ver­ið ný veg­teng­ing milli Að­al­túns og Flugu­mýr­ar sem hef­ur í för með sér veru­leg­ar sam­göngu­bæt­ur fyr­ir Hlíð­ar­túns­hverfi.

Hinn nýi veg­ur teng­ir Hlíð­ar­túns­hverf­ið beint við hringtorg á mót­um Vest­ur­lands­veg­ar og Skar­hóla­braut­ar og eyk­ur því um­ferðarör­yggi til muna.

Áður var teng­ing úr Hlíð­ar­túns­hverfi beint inn á Vest­ur­landsveg þar sem vinstri beygja var bönn­uð og þurftu veg­far­end­ur sem ætl­uðu í átt til Reykja­vík­ur að fara fyrst upp að næsta hring­torgi, við Langa­tanga, og fara þar heil­an hring. Því gef­ur að skilja að hin nýja veg­teng­ing bæt­ir veru­lega sam­göng­ur til og frá hverf­inu.

“Veg­teng­ing­in hef­ur ver­ið á dagskrá um nokk­urt skeið og hafa íbú­ar hverf­is­ins lagt áherslu á nauð­syn henn­ar,” seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. “Því er það mik­ið gleði­efni að hún sé nú komin í notk­un enda stefn­ir Mos­fells­bær ávallt að því að tryggja um­ferðarör­yggi inn­an sveit­ar­fé­lags­ins.”

„Svo er gam­an að bæta því við að nýj­asta mann­virk­ið í Mo­fells­bæ, þessi veg­teng­ing, ligg­ur ein­mitt við hlið­ina á elsta mann­virki bæj­ar­ins, Lága­fells­hús­inu, sem byggt var árið 1884,“ bæt­ir Har­ald­ur við.

Jó­hanna B. Han­sen bæj­ar­verk­fræð­ing­ur, Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri, Sæ­unn Andrés­dótt­ir, eig­andi Loftorku, og Agn­ar Lofts­son verk­stjóri hjá Loftorku.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00