Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. ágúst 2019

Að vanda verð­ur líf og fjör í Mos­fells­bæ þeg­ar bæj­ar­há­tíð­in Í tún­inu heima fer fram helg­ina 30. ág­úst til 1. sept­em­ber.

Íbú­ar, fé­laga­sam­tök og fyr­ir­tæki í Mos­fells­bæ taka virk­an þátt í há­tíð­inni og geta all­ir fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi. Þekkt­ir lið­ir verða á sín­um stað, svo sem flug­véla- og forn­véla­sýn­ing á Tungu­bökk­um, kjúk­linga­festi­val og Palla­ball, en einn­ig opið hús á slökkvi­stöð­inni við Skar­hóla­braut sem naut mik­illa vin­sælla í fyrra.

Setn­ing og ullarpartý á föstu­dags­kvöld

Dagskrá há­tíð­ar­inn­ar verð­ur æ veg­legri með hverju ár­inu og hefst nú á þriðju­degi, en há­tíð­in er þó form­lega sett á föstu­dag. Skrúð­göng­ur í hver­fa­lit­un­um fjór­um leggja af stað frá Mið­bæj­ar­torgi kl. 20:45 á föstu­dag með hesta­manna­fé­lag­ið Hörð í broddi fylk­ing­ar. Það­an ligg­ur leið­in í Ála­fosskvos þar sem há­tíð­in er sett. Að því loknu verð­ur Ullarpartý með brekku­söng og skemmti­dagskrá fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Í Ála­fosskvos fer fram mark­að­ur og skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar skap­ar nota­lega kaffi­húsa­stemn­ingu. Hin ár­lega sultu­keppni er á sín­um stað á úti­mark­aðn­um í Mos­fells­dal. Gljúfra­steinn opn­ar dyrn­ar að safn­inu upp á gátt og verð­ur frítt inn í til­efni bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar.

Heilsu­efl­andi dag­skrárlið­ir

Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag og því vel við hæfi að á dagskrá há­tíð­ar­inn­ar eru bæði fjalla­hjóla­keppn­in Fella­hring­ur­inn, fót­bolta­mót og Tinda­hlaup­ið, en það er eitt vin­sæl­asta ut­an­vega­hlaup lands­ins. Fjór­ar vega­lengd­ir eru í boði, einn, þrír, fimm eða sjö tind­ar á fell­un­um um­hverf­is bæ­inn.

Mos­fell­ing­ar bjóða heim

Mos­fell­ing­ar taka vel á móti gest­um og gang­andi, skreyta hús og garða sína í hverf­islit­un­um og bjóða heim. Fjöl­breyti­leg dagskrá er í görð­um bæj­ar­búa og má þar nefnda spænskt æv­in­týri, mynd­list­ar­sýn­ingu, hand­verks­sýn­ingu og söngs­yrpu úr Disney teikni­mynd­um.

Hápunkt­ur á torg­inu

Stór­tón­leik­ar á Mið­bæj­ar­torgi eru hápunkt­ur há­tíð­ar­inn­ar. Þar skemmta lands­þekkt­ar hljóm­sveit­ir ásamt heima­mönn­um og björg­un­ar­sveit­in Kyndill stend­ur fyr­ir glæsi­legri flug­elda­sýn­ingu.

Frítt verð­ur í strætó­leiðir 7, 15 og 27, í Varmárlaug og á Gljúfrastein allan laugardaginn.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00