Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. mars 2023

Þann 1. mars voru 25 ár lið­in frá því að bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar fluttu í hús­næði sitt í Kjarna.

Fyr­ir þann tíma hafði starf­sem­in lengst af ver­ið í Hlé­garði en var þeg­ar þarna var kom­ið við sögu einn­ig með starf­semi í Þver­holti 3 þar sem fé­lags­þjón­ust­an, skóla­skrif­stof­an og heil­brigðis­eft­ir­lit­ið voru til húsa.

Það var því kær­kom­ið fyr­ir stækk­andi bæj­ar­fé­lag að koma allri starf­semi bæj­ar­skrif­stofa und­ir sama þak en þess má geta að bóka­safn­ið flutti árið 1995 úr Mark­holti 2 í Kjarna.

Í til­efni dags­ins var hald­ið kaffi­sam­sæti bæj­ar­stjórn­ar og starfs­manna bæj­ar­skrif­stofa áður en geng­ið var til reglu­bund­inn­ar dag­skrár bæj­ar­stjórn­ar.

Á mynd­inni eru Pét­ur Lockton fjár­mála­stjóri sem hef­ur unn­ið í 25 ár á bæj­ar­skrif­stof­un­um þann 1. apríl næst­kom­andi, Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir for­seti bæj­ar­stjórn­ar, Unn­ur Ing­ólfs­dótt­ir sem var fé­lags­mála­stjóri og síð­ar sviðs­stjóri í 34 ár og leit í heim­sókn þenn­an dag, Jó­hanna Magnús­dótt­ir deild­ar­stjóri grunn­skóla og Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir starf­andi sviðs­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs sem báð­ar störf­uðu hjá Mos­fells­bæ fyr­ir 25 árum.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00