Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­ráð sam­þykkti á fundi sín­um fimmtu­dag­inn 15. októ­ber sl. að fela bæj­ar­stjóra að senda Rík­is­stjórn Ís­lands fyr­ir­liggj­andi áskor­un bæj­ar­ráðs um að hún beiti sér fyr­ir breyt­ing­um á tekju­stofn­um sveit­ar­fé­laga.

Jafn­framt verði afrit sent öll­um þing­mönn­um. Í áskor­un­inni eru til­tekn­ar leið­ir til að tryggja fjöl­þætta og sveigj­an­lega tekju­stofna sveit­ar­fé­laga. Þar seg­ir að ljóst sé að verði ekk­ert að gert mun rekstr­ar­kostn­að­ur sveit­ar­fé­laga hækka langt um­fram tekj­ur þeirra á næstu mán­uð­um. Því liggi fyr­ir að við óbreytt­ar að­stæð­ur munu sveit­ar­fé­lög ekki geta stað­ið und­ir hlut­verki sínu og skyld­um á næstu miss­er­um með sama hætti og ver­ið hef­ur. Áskor­un­in er að­gengi­leg hér.


Áskor­un

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar skor­ar á rík­is­stjórn Ís­lands að beita sér fyr­ir nauð­syn­leg­um breyt­ing­um á tekju­stofn­um sveit­ar­fé­laga til að tryggja að þeir séu í sam­ræmi við þau mik­il­vægu verk­efni sem sveit­ar­fé­lög­un­um eru falin í nær­þjón­ustu við íbúa.

Grein­ar­gerð

Launa­kostn­að­ur sveit­ar­fé­laga hef­ur hækkað um­tals­vert á und­an­förn­um miss­er­um og fyr­ir­séð er að hann hækki enn meira á næsta ári. Sveit­ar­fé­lög­in eru ekki ráð­andi í kjara­samn­inga­gerð og stefnu­mörk­un þeirra held­ur fylgja þau ann­ar­s­veg­ar þeim samn­ing­um sem gerð­ir eru á al­menn­um mark­aði og þeim sam­ing­um sem rík­ið ger­ir fyr­ir starfs­menn þess. Þess­ar launa­hækk­an­ir vega hlut­falls­lega hærra fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in þar sem hjá þeim starfa fjöl­menn­ir hóp­ar sem þiggja lág laun fyr­ir sín störf. Því skila þess­ar launa­hækk­an­ir sér ekki í sama mæli í aukn­um skatt­tekj­um til sveit­ar­fé­lag­anna ólíkt því sem á sér stað hjá rík­inu. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa átt fundi und­an­förnu þar sem þau hafa far­ið yfir al­var­lega stöðu í fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og um land allt. Í stefnu­mörk­un Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2014-2018 seg­ir: „Sveit­ar­fé­lög­um skulu tryggð­ir nauð­syn­leg­ir tekju­stofn­ar í sam­ræmi við þau verk­efni sem þeim eru falin í stjórn­ar­skrá og lög­um. Þeir skulu vera nægj­an­lega fjöl­þætt­ir og sveigj­an­leg­ir í eðli sínu svo þeir geti stað­ið und­ir þeirri fjöl­breyttu þjón­ustu sem íbú­ar þeirra kalla eft­ir.”

Við nú­ver­andi að­stæð­ur er ekki hægt að halda því fram að tekju­stofn­ar sveit­ar­fé­laga standi und­ir þess­um mark­mið­um. Enn frem­ur er ljóst að verði ekk­ert að gert mun rekstr­ar­kostn­að­ur sveit­ar­fé­laga hækka langt um­fram tekj­ur þeirra á næstu mán­uð­um. Því ligg­ur fyr­ir að við óbreytt­ar að­stæð­ur munu sveit­ar­fé­lög ekki geta stað­ið und­ir hlut­verki sínu og skyld­um á næstu miss­er­um með sama hætti og ver­ið hef­ur.

Brýnt er að gera eft­ir­far­andi breyt­ing­ar:

1. Sveit­ar­fé­lög verði und­an­þeg­in virð­is­auka­skatti
Starf­semi sveit­ar­fé­laga á ekki að mynda skatt­stofn fyr­ir rík­ið. Til að koma í veg fyr­ir það er nauð­syn­legt að end­ur­skoða gagn­gert þær regl­ur sem gilda um end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts af al­mennri starf­semi og fjár­fest­ing­um sveit­ar­fé­laga.

2. Tryggja fjár­mögn­un sveit­ar­fé­laga á mál­efn­um fatl­aðs fólks
Mik­il­vægt er að tryggja fjár­mögn­un á mála­flokki fatl­aðs fólks. Í fjár­laga­frum­varpi 2016 er ekki gert ráð fyr­ir að rík­ið komi með við­bótar­fjármagn til að mæta mikl­um halla­rekstri sveit­ar­fé­lag­anna á mála­flokki fatl­aðs fólks, þrátt fyr­ir að við yf­ir­færslu mála­flokks­ins frá ríki til sveit­ar­fé­laga hafi ver­ið gert ráð fyr­ir að sveit­ar­fé­lög­in fengju fulla fjár­mögn­un vegna verk­efn­is­ins.

3. Fjár­mögn­un kostn­að­ar vegna ferða­manna.
Mik­il­vægt er að tryggja fjár­mögn­un sveit­ar­fé­laga á þeim út­gjöld­um sem á þau falla vegna mik­ill­ar aukn­ing­ar ferða­manna.

4. Tryggja fjár­mögn­un sveit­ar­fé­laga á fjár­hags­að­stoð og sér­stök­um húsa­leigu­bót­um
Mik­il­vægt er að end­ur­skoða hlut­verk Jöfn­un­ar­sjóðs með það fyr­ir aug­um að tryggja fjár­mögn­un sveit­ar­fé­laga á fjár­hags­að­stoð og sér­stök­um húsa­leigu­bót­um. Hugs­an­lega má fjár­magna út­gjöld sveit­ar­fé­laga með því að þau fái hlut­deild í al­menna hluta trygg­inga­gjalds­ins til að standa und­ir kostn­aði við fjár­hags­að­stoð og virkniúr­ræði fyr­ir not­end­ur fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Ljóst er að kröf­ur sem gerð­ar eru í at­vinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­inu úti­loka frá bóta­rétti þá ein­stak­linga sem ekki hafa at­vinnureynslu. Einn­ig hef­ur ver­ið stytt­ur veru­lega bóta­rétt­ur at­vinnu­lausra með þeim af­leið­ing­um að lang­tíma­at­vinnu­laus­ir lenda fyrr á fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga.

4. Tryggja sveit­ar­fé­lög­um hlut­deild í skött­um af um­ferð
Sveit­ar­fé­lög fái hlut­deild í skött­um af um­ferð, s.s. bens­ínskatti og ol­íu­gjöld­um, til að standa að hluta und­ir út­gjöld­um þeirra vegna við­halds- og stofn­kostn­að­ar við gatna- og vega­gerð.

5. Sveit­ar­fé­lög fái hlut­deild í fjár­magn­s­tekju­skatti
Mik­il­vægt er að gera skatt­kerf­is­breyt­ing­ar sem tryggi að sveit­ar­fé­lög fái hlut­deild í fjár­magn­s­tekju­skatti af arð­greiðsl­um til eig­enda fyr­ir­tækja.

6. Lækka inn­heimtu­pró­sentu rík­is­ins vegna inn­heimtu út­svars
Rík­ið fær 0,5% af út­svari sveit­ar­fé­laga fyr­ir að ann­ast inn­heimtu út­svars. Þeg­ar þessu fyr­ir­komu­lagi var kom­ið á var álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars tæp­lega helm­ingi lægra en nú er og þessi gjald­taka mun minni í raun. Hækk­un álagn­ing­ar­hlut­falls út­svars hef­ur ekki leitt til mik­illa breyt­inga á inn­heimtu­verk­efn­inu sem slíku en hef­ur hins veg­ar stór­auk­ið greiðsl­ur sveit­ar­fé­laga til rík­is­sjóðs.

Rétt er að minna á að hlut­verk sveit­ar­fé­laga er ekki að­eins að veita íbú­um sín­um þjón­ustu, þótt það sé vissu­lega mik­il­vægt, held­ur eru markmið þeirra einn­ig að stuðla að vald­dreif­ingu og sam­keppni í sam­fé­lag­inu, auka hag­kvæmni og að styrkja lýð­ræð­ið með auk­inni þátt­töku íbúa. Sveit­ar­fé­lög gegna þann­ig lyk­il­hlut­verki í lýð­ræð­is­sam­fé­lög­um og er afar brýnt að haga mál­um þann­ig að þau geti gegnt því með sóma.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00