Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Tals­vert hef­ur ver­ið rætt og skrif­að í Mos­fells­bæ á síð­ustu vik­um um breyt­ing­ar á vakta­fyr­ir­komu­lagi heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar sem á að taka gildi frá og með 1. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Breyt­ing­arn­ar miða að því að ekki verð­ur leng­ur kvöld- og helgar­vakt á heilsu­gæslu­stöð­inni held­ur verð­ur íbú­um svæð­is­ins beint á Lækna­vakt­ina á Smára­torgi. Heilsu­gæsla Mos­fellsum­dæm­is þjón­ust­ar íbúa Mos­fells­bæj­ar, Kjal­ar­nes og Kjós. Íbú­ar á þessu svæði eru yfir 10 þús­und og fer hratt fjölg­andi. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur fundað með stjórn­end­um Heilsu­gæsl­unn­ar og í morg­un var eft­ir­far­andi bók­un sam­þykkt af öll­um flokk­um:

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar harm­ar þjón­ustu­skerð­ingu Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins við íbúa Mos­fellsum­dæm­is vegna breyt­inga á kvöld og næt­ur­vökt­um. Ástæða er til að hafa áhyggj­ur af mönn­un Heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar í kjöl­far yf­ir­lýstr­ar óánægju starf­andi lækna með breyt­ing­una og áhrif­um henn­ar á dreifð­ar byggð­ir svæð­is­ins. Bæj­ar­ráð velt­ir því upp hvort þjóð­hags­lega hag­kvæmt sé að eina næt­ur­þjón­ust­an sem bjóð­ist íbú­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé bráða­deild Land­spít­ala.

Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að heilsu­gæsl­an sé fyrsti við­komu­stað­ur íbúa þeg­ar þeir leita heil­brigð­is­þjón­ustu. Heilsu­gæsl­una þarf að efla og tryggja að nægu fjár­magni sé var­ið til rekstr­ar­ins. Stytta þarf bið­tíma sjúk­linga, bæta sál­fræði­þjón­ustu og heima­hjúkr­un. Bæj­ar­ráð legg­ur mikla áherslu á að síð­deg­is­vakt­in verði lengd í kjöl­far þeirra breyt­inga sem boð­að­ar hafa ver­ið.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00