Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. ágúst 2018

Stór­glæsi­leg bæj­ar­há­tíð Í tún­inu heima verð­ur hald­in um helg­ina næst­kom­andi.

Dag­skrá­in er glæsi­leg að vanda og þar ættu flest­ir að geta fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi.

Þess ber að geta að há­tíð­in hef­ur fyrst og fremst ver­ið byggð upp á fram­taki íbúa bæj­ar­ins og þátt­töku þeirra. Á fimmtu­degi skreyta bæj­ar­bú­ar hverfin sín með sín­um lit en Mos­fells­bæ er skipt upp í fjóra hluta þar sem hver hluti hef­ur sinn sér­staka lit.

Þekkt­ir dag­skrálið­ir verða að venju í boði eins og ullarpartý og mark­aðs­stemmn­ingu í Ála­fosskvos, flug­véla- og forn­véla­sýn­ing á Tungu­bökk­um, kjúk­linga­festi­val, stór­tón­leik­ar á Mið­bæj­ar­torgi, götugrill og Palla­ball.

Frítt í strætó, sund og Gljúfra­stein

Frítt verð­ur í strætó­leið­ir 7, 15 og 27 all­an laug­ar­dag­inn þann­ig að það er til­val­ið að skilja bíl­inn eft­ir heima. Þá verð­ur einn­ig frítt í sund­laug­ar bæj­ar­ins sem og á Gljúfra­stein á laug­ar­deg­in­um.

Tinda­hlaup og Fella­hring­ur

Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag og íþrótta­tengd­ir við­burð­ir eru nokkr­ir. Má þar nefna hið ár­lega Tinda­hlaup sem er eitt vin­sæl­asta ut­an­vega­hlaup lands­ins. Fellin í kring­um Mos­fells­bæ, ná­lægð­in við nátt­úru og þétt­býli gera hlaup­ið ein­stakt og að­lað­andi fyr­ir hlaup­ara. Hægt er að næla sér í sæmd­ar­heit­ið Tinda­höfð­ing­inn en til þess þarf hlaup­ari að hlaupa all­ar fjór­ar vega­lengd­ir hlaups­ins, safna tind­um og hljóta við­ur­kenn­ingu og titil­inn Tinda­höfð­ingi.

Fella­hring­ur­inn fer fram á fimmtu­dags­kvöld­ið en um er að ræða fjalla­hjóla­mót þar sem hjólað er um stíga inn­an Mos­fells­bæj­ar. Í boði eru tvær vega­lengd­ir, 15 km og 29 km. Fella­hring­ur­inn var hald­inn í fyrsta skipt­ið í fyrra og tókst fram­ar von­um.

Á Tungu­bökk­um fer fram gríð­ar­lega fjöl­mennt fót­bolta­mót Aft­ur­eld­ing­ar og Weet­os fyr­ir 6. og 7. flokk karla og kvenna.

Mos­fell­ing­ar bjóða heim

Kjúk­linga­festi­val fer fram að Varmá og að sögn Hjalta Úr­sus verða grilluð mörg hundruð kíló af kjúk­lingi á mettíma.

Sér­staða bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar felst svo í heim­boð­um Mos­fell­inga í garð­ana sína. Víða verð­ur boð­ið upp á metn­að­ar­fulla dagskrá og nota­lega stemn­ingu.

Margt verð­ur fyr­ir börn­in en með­al þeirra sem sækja há­tíð­ina heim er Ronja Ræn­ingja­dótt­ir, Karíus og Bakt­us, Leik­hóp­ur­inn Lotta og álfa­börn­in Þorri og Þura.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00