Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar komu saman á fundi í dag í Hlégarði til að leggja lokahönd á undirbúning bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Björgunarsveitin Kyndill og Mosfellsbær munu vinna enn betur saman að aukinni gæslu á hátíðinni sem vaxið hefur fiskur um hrygg. Fleiri munu koma þar að, t.d. lögregla, barnavernd, félagsmiðstöðin Ból og fleiri. Kyndill verður áfram mikilvægur þátttakandi í framkvæmd Tindahlaupsins sem fram fer á laugardeginum og lýsir upp Álafosskvos með blysum í brekkusöng á föstudagskvöld.
Hátíðin hefst á morgun og má sjá fjölbreytta dagskrá á mos.is/dagskra.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir