Mosfellsbær hefur ásamt hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu endurnýjað samning við Samhjálp um lengda vetraropnun kaffistofu Samhjálpar fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Aukin opnun mun nú vara tveimur mánuðum lengur en síðastliðinn vetur eða frá 1. nóvember til 31. mars. Almenn opnun Kaffistofu Samhjálpar er frá 10:00-14:00 en samningurinn kveður á um vetraropnun frá 10:00-16:30 alla virka daga á þessu tímabili.
Gestum kaffistofu Samhjálpar býðst meðal annars létt máltíð, samtal við starfsmenn auk ýmissar dægrastyttingar.
Ljósmynd frá RÚV.
Tengt efni
Alþjóðadagur fatlaðs fólks
Móttaka þjónustuvers lokar eftir hádegi 26. nóvember 2024
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.