Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. október 2023

Mos­fells­bær vinn­ur nú að um­ferðarör­ygg­is­áætlun fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið.

Markmið henn­ar að búa til að­gerðaráætlun svo auka megi ör­yggi í bæn­um, fækka slys­um og auka lífs­gæði bæj­ar­búa sem og ann­arra sem um bæ­inn ferð­ast.

Mik­il­væg­ur grund­völl­ur vinn­unn­ar er að kort­leggja hætt­urn­ar í um­ferð­inni. Kort­lagn­ing­in hættustaða mun ekki bara byggja á hvar slys­in haf átt sér stað held­ur einn­ig taka mið af mik­il­vægri upp­lif­un veg­far­enda á vara­söm­um stöð­um og mögu­leg­um hindr­un­um í gatna- og stíga­kerf­inu.

Því hef­ur Mos­fells­bær ákveð­ið að efna til sta­f­ræns íbúa­sam­ráðs þar sem öll­um íbú­um gefst tæki­færi á að senda okk­ur sín­ar ábend­ing­ar svo tryggja megi ör­yggi gang­andi, hjólandi og ak­andi veg­far­enda í sveit­ar­fé­lag­inu. Við vilj­um fá ábend­ing­ar ykk­ar varð­andi hættustaði sem þið upp­lif­ið í um­ferð­inni ásamt kort­lagn­ingu á stað­setn­ing­um þeirra.

Sér­stök ábend­ingagátt verð­ur opin til 1. nóv­em­ber nk.

Láttu í þér heyra því þú þekk­ir þitt nærum­hverfi best!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00