Í morgun, fimmtudaginn 22. desember, var haldinn aukafundur í bæjarstjórn.
Fyrir fundinum lá eitt mál sem var tillaga um að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 verði 14,74% á tekjur einstaklinga. Tillagan var samþykkt einróma en hún felur í sér hækkun útsvars fyrir árið 2023 um 0,22% á tekjur einstaklinga. Samhliða þessum breytingum mun ríkið lækka tekjuskattsprósentur um sama prósentuhlutfall svo íbúar munu ekki finna fyrir breytingunni í aukinni skattheimtu.
Hækkunin er gerð í tengslum við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk.
Samkomulag er milli ríkis og sveitafélaga um að vinna áfram að greiningu á þróun útgjalda vegna þjónustunnar og munu aðilar leitast við að ná samkomulagi um styrkingu á fjárhagsgrundvelli hennar á árinu 2023.
Tengt efni
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Samráð við ungmennaráð í framhaldi af foreldrafundi í Hlégarði
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn 29. maí 2024