Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í morg­un, fimmtu­dag­inn 22. des­em­ber, var hald­inn auka­fund­ur í bæj­ar­stjórn.

Fyr­ir fund­in­um lá eitt mál sem var til­laga um að álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars fyr­ir árið 2023 verði 14,74% á tekj­ur ein­stak­linga. Til­lag­an var sam­þykkt ein­róma en hún fel­ur í sér hækk­un út­svars fyr­ir árið 2023 um 0,22% á tekj­ur ein­stak­linga. Sam­hliða þess­um breyt­ing­um mun rík­ið lækka tekju­skatts­pró­sent­ur um sama pró­sentu­hlut­fall svo íbú­ar munu ekki finna fyr­ir breyt­ing­unni í auk­inni skatt­heimtu.

Hækk­un­in er gerð í tengsl­um við sam­komulag rík­is og sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un á þjón­ustu við fatlað fólk.

Sam­komulag er milli rík­is og sveita­fé­laga um að vinna áfram að grein­ingu á þró­un út­gjalda vegna þjón­ust­unn­ar og munu að­il­ar leit­ast við að ná sam­komu­lagi um styrk­ingu á fjár­hags­grund­velli henn­ar á ár­inu 2023.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00